Tólf ára dreng synjað um skólavist: „Ég hef engin svör fengið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 18:28 Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir drengsins. stöð2 Móðir tólf ára drengs með þroskaröskun, sem synjað hefur verið um skólavist, óttast um afdrif sonar síns þegar skólahald hefst á mánudag. Hún gagnrýnir borgina fyrir seinagang. Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira