Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2021 10:45 Flugvélin gjöreyðilagðist við brotlendinguna að því er fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu nefndarinnar í kjölfar rannsóknar á banaslysi við flugvöllinn að Haukadalsmelum á Rangárvöllum þann 27. júlí árið 2019. Þar fór flugvél í bratt klifur eftir flugtak og steyptist til jarðar með þeim afleiðingum að 64 ára reyndur flugmaður lést. Nefndin hefur áhyggjur af fjölgun flugslysa hér á landi og beinir þeim tillögum til atvinnuflugmanna í einkaflugi að huga að flugöryggi og hvika hvergi frá gátlistum, fylgja verkferlum og faglegum vinnubrögðum líkt og í starfi sínu sem atvinnuflugmenn. Flughátíð á Haukadalsmelum Umræddan dag stóð til að halda flughátíð á flugvellinum. Þremur flugvélum var lent á vellinum og skömmu síðar fór ein þeirra í loftið á nýjan leik. Samkvæmt vitnum lyftist vinstri vængur flugvélarinnar lítillega í flugtaksbruninu og skrikaði vélin til hægri. Frá vettvangi slyssins þann 27. júlí 2019.Aðsend Flugvélin tókst svo á loft og klifraði mjög bratt og mikið afl virtist á hreyflinum. Áfallahorn flugvélarinnar hélt áfram að aukast uns hún virtist hanga á hreyflinum. Því næst var aflið dregið af hreyflinum, flugvélin féll niður á hægri vænginn, spann einn hring og brotlenti. Flugmaðurinn lést á slysstað vegna fjöláverka sem hann hlaut í slysinu. Sætisbelti strekkt um stýripinnann Vélin var heimasmíðuð og í sameiginlegri eigu tíu flugmanna. Að sögn nokkurra eigenda voru stjórnfletir vélarinnar viðkvæmir fyrir vindi og tíðkaðist að læsa hæðarstýri og hallastýri flugvélarinnar með því að festa stýripinna við aftara sætið í öftustu stöðu við sætið með því að strekkja sætisbelti sætisins utan um stýripinnann. Rannsóknarnefndin segist í skýrslu sinni ekki hafa fundið neitt formlegt verkferli um þennan frágang flugvélarinnar í handbók og gátlistum vélarinnar. Þó sé vel þekkt að vindur, sérstaklega sterkar vindhviður, geti snögglega feykt til stjórnflötum flugvéla og þannig mögulega valdið skemmdum á stýribúnaði. Þótt flugmaðurinn væri reynslumikill og einn af eigendunum hafði hann tiltölulega litla reynslu að fljúga viðkomandi vél. Á sjö ára tímabili hafði hann rúma fjórtán flugtíma reynslu á vélinni. Hann hafði þó mikla reynslu af flugi á einhreyfils einstjórnarflugvélum. Nýkominn úr annarri flugvél Rannsóknarnefndin mat það svo að flugmaðurinn hefði ekki framkvæmt nægilega ítarlega fyrirflugskoðun samkvæmt gátlista né hugað að því hvort stýripinni væri laus og réttur. Hann var nýkominn úr flugi á annarri vél og læsti ekki stýrum þegar hann gekk frá þeirri vél þar sem annar flugmaður ætlaði að fljúga henni strax í kjölfarið. Nefndin telur mögulegt að sú staðreynd hafi haft áhrif á að hann framkvæmdi ekki fyrirflugsskoðun á vélinni fyrir flugtak. Þá fjallar rannsóknarnefndin sérstaklega um stýrislæsingar í skýrslu sinni. Um er að ræða búnað sem notaður er til að læsa stjórnflötum flugvéla þegar þær eru á jörðu niðri og ekki í notkun. Ástæðan er að sterkar vindhviður geta snögglega feykt til stjórnflötum flugvéla og þannig hugsanlega valdið skemmdum á stýribúnaði eða tengingum þeirra. Stýrislæsingar geti valdið alvarlegri hættu „Stýrislæsingar felast oft í því að læsa stýrum/stýripinnum og jafnvel fótstigum í einhverri ákveðinni stöðu. Stýrislæsingar geta valdið alvarlegri hættu séu þær eru ekki fjarlægðar fyrir flugtak. Því er algengast að stýrilæsingar séu hafðar í rauðum lit, til þess að auðvelda flugmönnum í fyrirflugskoðun að koma auga á þær,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Aftari stýripinni kyrfilega festur með sætisbelti. Myndin er úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar.RNSA „Sætisbelti eru ekki stýrislæsing og hætta er á að flugmaður taki ekki eftir því ef þau eru notuð sem slík.“ Nefnd eru dæmi um stýrislæsingu sem hægt er að kaupa fyrir flugvélar af þeirri gerð sem hrapaði. Óvenjumikið um flugslysi hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi Rannsóknarnefndin beinir þeim tilmælum til Samgöngustofu að gefa út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga í loftförum sem notuð séu í almannaflugi. Þá eru flugvélaeigendur minntir á að yfirfara flugvélar með tilliti til þess hvort stýrislæsing sé um borð í flugvélum þeirra og gera viðeigandi ráðstafanir ef sætisbelti eru notuð sem stýrislæsing. Á undanförnum árum segist nefndin hafa orðið þess áskynja að óvenjumikið hafi orðið um flugslys og alvarleg flugatvik hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi. Fjallað var um áhyggjur rannsóknarnefndarinnar í fréttum Stöðvar 2 daginn eftir slysið. Nefndin beinir því eftirfarandi tilmælum til atvinnuflugmanna í einkaflugi: „Að atvinnuflugmenn í einkaflugi hugi að flugöryggi og hviki hvergi frá notkun á gátlistum, fylgi verkferlum og faglegum vinnubrögðum sem þeir eru vanir að notast við daglega í störfum sínum sem atvinnuflugmenn.“ Fréttir af flugi Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Rannsókn á banaslysi beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss Rannsókn Rannsóknarnefnda samgönguslysa á flugslysi sem varð einum að bana á flugvellinum á Haukadalsmelum í júlí á síðasta ári beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss, undirbúningi flugs, fyrirflugskoðun sem og gátlistum og notkun þeirra. 17. ágúst 2020 09:53 Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45 Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu nefndarinnar í kjölfar rannsóknar á banaslysi við flugvöllinn að Haukadalsmelum á Rangárvöllum þann 27. júlí árið 2019. Þar fór flugvél í bratt klifur eftir flugtak og steyptist til jarðar með þeim afleiðingum að 64 ára reyndur flugmaður lést. Nefndin hefur áhyggjur af fjölgun flugslysa hér á landi og beinir þeim tillögum til atvinnuflugmanna í einkaflugi að huga að flugöryggi og hvika hvergi frá gátlistum, fylgja verkferlum og faglegum vinnubrögðum líkt og í starfi sínu sem atvinnuflugmenn. Flughátíð á Haukadalsmelum Umræddan dag stóð til að halda flughátíð á flugvellinum. Þremur flugvélum var lent á vellinum og skömmu síðar fór ein þeirra í loftið á nýjan leik. Samkvæmt vitnum lyftist vinstri vængur flugvélarinnar lítillega í flugtaksbruninu og skrikaði vélin til hægri. Frá vettvangi slyssins þann 27. júlí 2019.Aðsend Flugvélin tókst svo á loft og klifraði mjög bratt og mikið afl virtist á hreyflinum. Áfallahorn flugvélarinnar hélt áfram að aukast uns hún virtist hanga á hreyflinum. Því næst var aflið dregið af hreyflinum, flugvélin féll niður á hægri vænginn, spann einn hring og brotlenti. Flugmaðurinn lést á slysstað vegna fjöláverka sem hann hlaut í slysinu. Sætisbelti strekkt um stýripinnann Vélin var heimasmíðuð og í sameiginlegri eigu tíu flugmanna. Að sögn nokkurra eigenda voru stjórnfletir vélarinnar viðkvæmir fyrir vindi og tíðkaðist að læsa hæðarstýri og hallastýri flugvélarinnar með því að festa stýripinna við aftara sætið í öftustu stöðu við sætið með því að strekkja sætisbelti sætisins utan um stýripinnann. Rannsóknarnefndin segist í skýrslu sinni ekki hafa fundið neitt formlegt verkferli um þennan frágang flugvélarinnar í handbók og gátlistum vélarinnar. Þó sé vel þekkt að vindur, sérstaklega sterkar vindhviður, geti snögglega feykt til stjórnflötum flugvéla og þannig mögulega valdið skemmdum á stýribúnaði. Þótt flugmaðurinn væri reynslumikill og einn af eigendunum hafði hann tiltölulega litla reynslu að fljúga viðkomandi vél. Á sjö ára tímabili hafði hann rúma fjórtán flugtíma reynslu á vélinni. Hann hafði þó mikla reynslu af flugi á einhreyfils einstjórnarflugvélum. Nýkominn úr annarri flugvél Rannsóknarnefndin mat það svo að flugmaðurinn hefði ekki framkvæmt nægilega ítarlega fyrirflugskoðun samkvæmt gátlista né hugað að því hvort stýripinni væri laus og réttur. Hann var nýkominn úr flugi á annarri vél og læsti ekki stýrum þegar hann gekk frá þeirri vél þar sem annar flugmaður ætlaði að fljúga henni strax í kjölfarið. Nefndin telur mögulegt að sú staðreynd hafi haft áhrif á að hann framkvæmdi ekki fyrirflugsskoðun á vélinni fyrir flugtak. Þá fjallar rannsóknarnefndin sérstaklega um stýrislæsingar í skýrslu sinni. Um er að ræða búnað sem notaður er til að læsa stjórnflötum flugvéla þegar þær eru á jörðu niðri og ekki í notkun. Ástæðan er að sterkar vindhviður geta snögglega feykt til stjórnflötum flugvéla og þannig hugsanlega valdið skemmdum á stýribúnaði eða tengingum þeirra. Stýrislæsingar geti valdið alvarlegri hættu „Stýrislæsingar felast oft í því að læsa stýrum/stýripinnum og jafnvel fótstigum í einhverri ákveðinni stöðu. Stýrislæsingar geta valdið alvarlegri hættu séu þær eru ekki fjarlægðar fyrir flugtak. Því er algengast að stýrilæsingar séu hafðar í rauðum lit, til þess að auðvelda flugmönnum í fyrirflugskoðun að koma auga á þær,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Aftari stýripinni kyrfilega festur með sætisbelti. Myndin er úr skýrslu rannsóknarnefndarinnar.RNSA „Sætisbelti eru ekki stýrislæsing og hætta er á að flugmaður taki ekki eftir því ef þau eru notuð sem slík.“ Nefnd eru dæmi um stýrislæsingu sem hægt er að kaupa fyrir flugvélar af þeirri gerð sem hrapaði. Óvenjumikið um flugslysi hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi Rannsóknarnefndin beinir þeim tilmælum til Samgöngustofu að gefa út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga í loftförum sem notuð séu í almannaflugi. Þá eru flugvélaeigendur minntir á að yfirfara flugvélar með tilliti til þess hvort stýrislæsing sé um borð í flugvélum þeirra og gera viðeigandi ráðstafanir ef sætisbelti eru notuð sem stýrislæsing. Á undanförnum árum segist nefndin hafa orðið þess áskynja að óvenjumikið hafi orðið um flugslys og alvarleg flugatvik hjá atvinnuflugmönnum í einkaflugi. Fjallað var um áhyggjur rannsóknarnefndarinnar í fréttum Stöðvar 2 daginn eftir slysið. Nefndin beinir því eftirfarandi tilmælum til atvinnuflugmanna í einkaflugi: „Að atvinnuflugmenn í einkaflugi hugi að flugöryggi og hviki hvergi frá notkun á gátlistum, fylgi verkferlum og faglegum vinnubrögðum sem þeir eru vanir að notast við daglega í störfum sínum sem atvinnuflugmenn.“
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Samgönguslys Flugslys að Haukadalsmelum Tengdar fréttir Rannsókn á banaslysi beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss Rannsókn Rannsóknarnefnda samgönguslysa á flugslysi sem varð einum að bana á flugvellinum á Haukadalsmelum í júlí á síðasta ári beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss, undirbúningi flugs, fyrirflugskoðun sem og gátlistum og notkun þeirra. 17. ágúst 2020 09:53 Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45 Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Rannsókn á banaslysi beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss Rannsókn Rannsóknarnefnda samgönguslysa á flugslysi sem varð einum að bana á flugvellinum á Haukadalsmelum í júlí á síðasta ári beinist að notkun sætisbeltis sem stýrisláss, undirbúningi flugs, fyrirflugskoðun sem og gátlistum og notkun þeirra. 17. ágúst 2020 09:53
Óvenju mörg flugslys í ár Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur tekið skýrslu af fjölda vitna eftir flugslysið á Haukadalsflugvelli í gær en vitnaleiðslum er ekki lokið. Rannsakandi flugmála segir að ekkert bendi til þess að eitthvað sé athugavert við aðstæður á Haukadalsflugvelli þó þar hafi orðið tvö flugslys um helgina. Óvenju mörg flugslys hafa orðið síðustu mánuði. 28. júlí 2019 18:45
Flugsamfélagið slegið eftir banaslysið á Haukadalsflugvelli í gær Áfallateymi Rauða krossins lauk störfum sínum á Haukadalsflugvelli um klukkan hálf tíu í gærkvöldi eftir að banaslys varð þar í gær. Flugsamfélagið er slegið yfir þeim alvarlegu flugslysum sem hafa verið á landinu í sumar að sögn stjórnarmanns Flugmálafélagsins. Tilviljun hafi ráðið því að tvö flugslys hafi orðið á Haukadalsvelli á tveimur dögum. Rannsókn á vettvangi lauk í gær en vélin var heimasmíðuð. Berghildur Erla segir frá. 28. júlí 2019 12:00