Með hausinn í lagi Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 12:00 Aden Flint er markahæstur í Championship-deildinni með fjögur skallamörk. Simon Galloway/PA Images via Getty Images Aden Flint, miðvörður Cardiff City, er markahæsti leikmaður Championship-deildarinnar á Englandi þegar fjórum umferðum er lokið í deildinni. Öll átta mörk Cardiff á leiktíðinni hafa verið skoruð með skalla. Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira
Cardiff hefur síst verið þekkt fyrir áferðarfallegan fótbolta, í hefðbundnum skilningi, síðustu ár. Löng innköst Arons Einars Gunnarssonar og önnur föst leikatriði voru liðinu mikilvæg undir stjórn Neils Warnock og Mick McCarthy, sem tók við liðinu í janúar, virðist gefa honum lítið eftir þegar kemur að þeim leikstíl. Spyrnugeta kantmannsins Ryans Giles, sem McCarthy fékk á láni frá fyrrum félagi sínu Wolves, hefur komið að góðum notum en hann hefur lagt upp fjögur af átta mörkum Cardiff á leiktíðinni. Varnarmenn Cardiff hafa notið góðs af því en miðvörðurinn Aden Flint skoraði tvö mörk fyrir liðið í gær, og félagi hans í miðri vörninni Sean Morrison eitt, í 3-1 sigri á Millwall. Morrison tekur löng innköst Cardiff í dag og hefur lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíðinni. Flint hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu og er markahæstur í deildinni eftir fjóra leiki. Hann hefur skorað helming marka Cardiff en öll átta mörk liðsins hafa verið skoruð með skalla. Auk Morrisons hafa miðjumennirnir Leandro Bacuna og Marlon Pack (báðir tæplega 190 sm að hæð) skorað eitt mark hvor og þá hefur tveggja metra framherjinn Kieffer Moore, landsliðsmaður Wales, skallað eitt mark í netið fyrir Cardiff. Cardiff á enn eftir að tapa leik á tímabilinu og er með átta stig eftir leikina fjóra. Áhugavert verður að sjá hvort leikstíllinn sé sjálfbær og hversu marga leiki Cardiff spilar áður en þeir ná að sparka boltanum í netið. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sjá meira