Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 19:09 Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir drengsins. stöð 2 Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur fullvissað móður tólf ára drengs með þroskahömlun, sem hafði verið synjað um skólavist, að hann fái pláss í Brúarskóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnudegi nema vegna þess að fjallað var um það í fjölmiðlum. Rætt var við móðurina Guðrúnu Evu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún frá því hvernig Hjörtur Hlíðar, sonur hennar sem er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun, hafi ekki fengið inn í Brúarskóla því þar væri ekki laust pláss. Þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur frá Akureyri í vor. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Þegar Guðrúnu var tilkynnt um að hann fengi ekki inn þar sótti hún um fyrir hann í hverfisskóla þeirra, Árbæjarskóla, en fékk einnig höfnun um skólavist þar. „Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði hún í gær: Borgin baðst afsökunar Í dag hringdi síðan skóla- og frístundasvið í hana og fullvissaði hana um að Hjörtur Hlíðar fengi skólavist í Brúarskóla. „Það eina sem hún gat ekki lofað mér var að hann gæti byrjað strax á morgun en lofaði að það yrði allavega ekki seinna en á þriðjudag,“ segir Guðrún Eva. Hún er auðvitað ánægð með útkomuna: „Þetta er náttúrulega það sem ég vildi fyrir hann. Hann hefur ekkert að gera með að fara í venjulegan skóla. En ég sótti líka um í Árbæjarskóla því mér ber skylda til að koma barninu í skóla, alveg sama hvar það er. Þannig að ég er mjög sátt,“ segir hún. Hún segir borgina hafa beðið sig afsökunar á málinu. „Biðjast afsökunar á öllu, að það væri ekki búið að hafa samband við mig. En ég veit það fyrir víst að hún hefði ekki haft samband við mig á sunnudegi ef ég hefði ekki farið í fréttirnar á laugardeginum.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Rætt var við móðurina Guðrúnu Evu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún frá því hvernig Hjörtur Hlíðar, sonur hennar sem er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun, hafi ekki fengið inn í Brúarskóla því þar væri ekki laust pláss. Þau mæðgin fluttu til Reykjavíkur frá Akureyri í vor. Brúarskóli er skóli fyrir börn sem eiga í alvarlegum geðrænum-, hegðunar- eða félagslegum erfiðleikum. Þegar Guðrúnu var tilkynnt um að hann fengi ekki inn þar sótti hún um fyrir hann í hverfisskóla þeirra, Árbæjarskóla, en fékk einnig höfnun um skólavist þar. „Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði hún í gær: Borgin baðst afsökunar Í dag hringdi síðan skóla- og frístundasvið í hana og fullvissaði hana um að Hjörtur Hlíðar fengi skólavist í Brúarskóla. „Það eina sem hún gat ekki lofað mér var að hann gæti byrjað strax á morgun en lofaði að það yrði allavega ekki seinna en á þriðjudag,“ segir Guðrún Eva. Hún er auðvitað ánægð með útkomuna: „Þetta er náttúrulega það sem ég vildi fyrir hann. Hann hefur ekkert að gera með að fara í venjulegan skóla. En ég sótti líka um í Árbæjarskóla því mér ber skylda til að koma barninu í skóla, alveg sama hvar það er. Þannig að ég er mjög sátt,“ segir hún. Hún segir borgina hafa beðið sig afsökunar á málinu. „Biðjast afsökunar á öllu, að það væri ekki búið að hafa samband við mig. En ég veit það fyrir víst að hún hefði ekki haft samband við mig á sunnudegi ef ég hefði ekki farið í fréttirnar á laugardeginum.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira