Almennt séð væri 1-1 jafntefli Southampton og Manchester United ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að gestirnir voru þarna að leika sinn 27 útileik í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að bíða ósigurs. Af þessum 27 leikjum hafa 17 unnist og 10 endað með jafntefli.
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var ekki sáttur með jafnteflið enda ætlar liðið sér að berjast um titla í vetur á meðan Southampton verður að öllum líkindum að berjast fyrir lífi sínu á botni deildarinnar.
Jafntefli helgarinnar þýðir að Man Utd hefur nú jafnað árangur Arsenal frá 2003 til 2004 þar sem liðið lék einnig 27 útileiki án þess að tapa. Síðasta tap Manchester United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni var þann 19. janúar 2020 gegn Liverpool á Anfield.
27 - Manchester United are unbeaten in their last 27 away Premier League matches (W17 D10), equalling the longest away unbeaten in English top-flight history, set by Arsenal between April 2003 and September 2004. Adventures. pic.twitter.com/kC6TN7hiQa
— OptaJoe (@OptaJoe) August 22, 2021
Liðið tapaði alls sex leikjum í deildinni á síðustu leiktíð en allir komu þeir á heimavelli. Nái Solskjær að snúa genginu á heimavelli við er aldrei að vita hvort liðið geti barist um titla við nágranna sína í City, Chelsea og Liverpool.