Hvað dvelur hraðprófin? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 23. ágúst 2021 12:31 Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Að auki bjóða dönsk stjórnvöld víða upp á Covid-hraðpróf fólki að kostnaðarlausu, hvort sem það finnur fyrir einkennum eða ekki og hvort sem um heimamenn eða ferðamenn er að ræða. Fólk sem ekki getur nýtt sér þessi fríu próf getur keypt þau víða á stöðum sem betur henta. Þetta fjölgar þeim sem komast snemma að því að þau séu smituð og dregur úr líkunum á því að þau smiti aðra. Að sama skapi einfaldar þetta ósmituðu fólki að halda sínu striki.Fyrirkomulagið í fríu Covid-hraðprófunartjöldum danskra stjórnvalda minnir um margt á skipulagið góða í Laugardalshöll þegar við vorum ,,best í heimi í bólusetningum“. Nema þau eru auðvitað margfalt smærri í sniðum enda tjöldin víða. En hvað gerðist svo? Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnvöld sjái fyrir sér að hraðpróf verði í auknum mæli notuð til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef það markmið á að nást hlýtur að þurfa að auka aðgengi fólks að hraðprófunum, það segir sig sjálft. Annars vegar með því að koma upp prófunarstöðum þar sem fólki gefst kostur á taka hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Hins vegar með því að afnema óskiljanlegt bann við sjálfsprófum. Þessi próf eru ekki ætluð fólki með einkenni heldur eru fyrst og fremst notuð sem smitvörn. Þau skapa öryggi og draga úr smithættu svo að við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlilegu lífi. Svo að við getum lifað með veirunni. Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Að auki bjóða dönsk stjórnvöld víða upp á Covid-hraðpróf fólki að kostnaðarlausu, hvort sem það finnur fyrir einkennum eða ekki og hvort sem um heimamenn eða ferðamenn er að ræða. Fólk sem ekki getur nýtt sér þessi fríu próf getur keypt þau víða á stöðum sem betur henta. Þetta fjölgar þeim sem komast snemma að því að þau séu smituð og dregur úr líkunum á því að þau smiti aðra. Að sama skapi einfaldar þetta ósmituðu fólki að halda sínu striki.Fyrirkomulagið í fríu Covid-hraðprófunartjöldum danskra stjórnvalda minnir um margt á skipulagið góða í Laugardalshöll þegar við vorum ,,best í heimi í bólusetningum“. Nema þau eru auðvitað margfalt smærri í sniðum enda tjöldin víða. En hvað gerðist svo? Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnvöld sjái fyrir sér að hraðpróf verði í auknum mæli notuð til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef það markmið á að nást hlýtur að þurfa að auka aðgengi fólks að hraðprófunum, það segir sig sjálft. Annars vegar með því að koma upp prófunarstöðum þar sem fólki gefst kostur á taka hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Hins vegar með því að afnema óskiljanlegt bann við sjálfsprófum. Þessi próf eru ekki ætluð fólki með einkenni heldur eru fyrst og fremst notuð sem smitvörn. Þau skapa öryggi og draga úr smithættu svo að við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlilegu lífi. Svo að við getum lifað með veirunni. Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar