Kjósum ungt fólk á Alþingi Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa 23. ágúst 2021 14:30 Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun