Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 15:26 Bólusetning barna undir 16 ára aldri er farin af stað. Vísir/Vilhelm Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir að um þrjú þúsund börn séu í hvorum árgangi. Mætingin hafi því verið upp á um tvo þriðju á heildina litið. Bólusett var með bóluefni Pfizer og um fyrri bólusetningu að ræða. Ragnheiður segir að gengið hafi vel að bólusetja og segir gott að sjá að foreldrar hafi fylgt börnum sínum í bólusetningu. „Þetta eru flottir krakkar og umhyggjusamir foreldrar, virkilega. Þetta gekk bara eins og í sögu,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að aðstaða sem komið hafði verið upp á svölunum inni í höllinni, fyrir þau börn sem væru kvíðnari fyrir sprautunni hafi nýst vel. „Þar settum við upp skilrúm þannig að börnin gátu verið í einrúmi með foreldrum sínum, og svo komu skólahjúkrunarfræðingar sem sprautuðu.“ Foreldrar eða forráðamenn voru beðnir um að fylgja börnum sínum í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Engir mótmælendur við höllina Bólusetningum barna hefur verið mótmælt við heilbrigðisráðuneytið en Ragnheiður segir engin mótmæli hafa verið við höllina og er ánægð með það. „Ekki neitt. Við erum líka þakklát fyrir það að fólk er ekki að velja þennan stað til þess, það er mjög mikilvægt.“ Á morgun verða börn fædd 2008 og 2009 bólusett í Laugardalshöll, með sama fyrirkomulagi og í dag. Eldri hópurinn fær boðun fyrir hádegi en sá yngri eftir hádegi. Börn fædd í september 2009 geta þó ekki fengið bólusetningu á morgun, þar sem bóluefni Pfizer er aðeins með markaðsleyfi fyrir börn niður í tólf ára. „Þau geta komið á Suðurlandsbrautina þegar þau hafa átt afmæli, því þau verða að vera orðin tólf ára þegar þau koma. Þannig að við verðum hugsanlega með opna línu þar áfram í haust,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira