Samkvæmt frétt AP fæddist Vovkovinskiy í Úkraínu en kom til Bandaríkjanna á barnsaldri í leit að læknisaðstoð. Æxli sem þrýsti á heiladingul Vovkovinskiys olli offramleiðslu vaxtahormóna og óeðlilegri stærð hans. Til dæmis um stærð hans má nefna að Jóhann Svarfdælingur var hálfum sentímetra lægri en Vovkovinskiy.
Igor Vovkovinskiy vakti heimsathygli árið 2009 þegar hann mætti á ráðstefnu sem Barack Obama tók þátt í. Igor klæddist bol sem á stóð „World's Biggest Obama Supporter“ eða „Heimsins stærsti stuðningsmaður Obama.“
Þá gætu dyggir aðdáendur Eurovision munað eftir Igor en hann tók þátt í atriði Úkraínu árið 2013. Þá bar hann söngkonuna Zlötu Ognevich á sviðið í Málmey.
George Bell, körfuboltamaðurinn fyrrverandi, var hæsti maður Bandaríkjanna áður en Igor hirti titilinn af honum. Bell er 234 sentímetrar á hæð og enn á lífi. Hann er því hæsti núlifandi Bandaríkjamaðurinn.