Sofia Vergara opnar sig um baráttu við krabbamein Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 21:10 Modern Family-leikkonan Sofia Vergara var kynnir á fjáröfluninni Stand Up to Cancer sem fór fram um helgina. Þar opnaði hún sig um baráttu við skjaldkirtilskrabbamein. Getty/Jon Kopaloff Leikkonan Sofia Vergara opnaði sig nýlega um að hafa greinst með skjaldkirtilskrabbamein þegar hún var 28 ára gömul. Vergara sagði frá þessu þegar hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni sem haldin var um helgina. „Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein. Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Ég var 28 ára gömul í reglubundinni heimsókn hjá lækni þegar læknirinn fann knút í hálsinum á mér. Það voru gerðar margar rannsóknir á mér og var mér loksins tilkynnt að ég væri með skjaldkirtilskrabbamein,“ segir Modern Family-leikkonan. „Þegar þú ert ungur og heyrir þetta orð - krabbamein - fer hugurinn á svo marga staði.“ Þegar Vergara greindist var ferill hennar rétt að hefjast og bjó hún ein ásamt tíu ára gömlum syni sínum í Miami. Hún reyndi því að halda ró sinni og ákvað að fræða sig. „Ég las allar bækur og lærði allt sem ég gat um þetta.“ Vergara lét fjarlægja skjaldkirtilinn en það dugði þó ekki til að fjarlægja krabbameinið alveg. Hún þurfti því að undirgangast geislameðferð. „Ég lærði margt á þessum tíma, ekki bara um skjaldkirtilskrabbamein, heldur líka það að á erfiðum tímum er betra að standa saman. Við höfum öll séð mátt samstöðunnar á þessu síðasta ári.“ Í dag er 21 ár síðan Vergara greindist og er hún í dag á lyfjum sem hjálpa líkama hennar að viðhalda eðlilegum efnaskiptum eftir að skjaldkirtillinn var fjarlægður. Vergara er mikill talsmaður krabbameinssjúklinga og gerir leggur sitt af mörkum til þess að styrkja málefnið. Hún var kynnir á Stand Up to Cancer fjáröfluninni ásamt leikurunum Anthony Anderson, Ken Jeong og Tran Ho. Fjáröflunin gekk út á að safna fyrir rannsóknum og þróun meðferða við krabbameini. Hápunktur kvöldsins var flutningur söngkonunnar Taylor Simone Ledward Boseman á laginu I'll Be Seeing You sem hún tileinkaði eiginmanni sínum, Black Panther-leikaranum Chadwick Boseman. Hann lést á síðasta ári, aðeins 43 ára gamall, eftir baráttu við ristilkrabbamein.
Hollywood Tengdar fréttir Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Black Panther-stjarnan látin Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall. 29. ágúst 2020 07:33