„Mér fannst þetta vera baráttu leikur. Við ætluðum að liggja til baka, vera þéttir og refsa þeim síðan hratt þegar við gætum, við leyfðum þeim að koma aðeins á okkur þar sem við ætluðum að vinna boltann en síðan þróaðist leikurinn út í allt annað," sagði Leifur Andri.
HK áttu ágætis spil kafla í síðari hálfleik þar sem þeir mynduðu góðar stöður á vellinum en það gaf gestunum ekki mörg marktækifæri.
„Við komum okkur í góðar stöður, það vantaði upp á síðustu sendinguna svo við gætum komið inn marki í leikinn."
HK fékk ekki á sig mark í leiknum sem var í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu á útivelli.
„Þetta var vel spilaður varnarleikur, Leiknir reyndu þó lítið. Mér fannst þeir flest allir vera komnir fyrir aftan miðju og sóttu síðan á fá um mönnum. Þetta var ekki erfitt í dag en við gerðum vel í að verjast þegar á reyndi."
Þegar líða tók á leikinn fóru bæði lið að kýla boltann fram völlinn og hefði Leifur viljað sjá sína menn þora að spila meira sín á milli og koma með fyrirgjafir inn í teig.