„Guardiola, Klopp og Tuchel gætu gert United að meisturum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Cardiff City v Wolverhampton Wanderers - Premier League - Cardiff City Stadium Sky Sports pundits Jamie Carragher (left) and Gary Neville (Photo by Nick Potts/PA Images via Getty Images) Nick Potts/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, mættu aftur í settið hjá Sky Sports í gærkvöld í þáttinn Monday Night Football þar sem þeir eru fastagestir. Þeir tókust á um málefni Manchester United. United gat ekki fylgt eftir góðum 5-1 sigri sínum á Leeds United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli við Southampton um helgina. Liðið leit ekkert sérstaklega út og breyttist umræðan um liðið snarlega eftir mikið lof fyrir viku síðan. Neville kallaði eftir því í þættinum að United legði allt kapp á að fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur, til liðsins ef það ætlaði sér að keppa um titla. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Kane í sumar en Manchester City hefur sérstaklega verið orðað við kappann sem fer ekki frá Spurs fyrir minna en 150 milljónir punda. "I believe that if Harry Kane entered #MUFC you could get up to 90 to 95 points."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 23, 2021 Eins og svarið sé alltaf að eyða 100 milljónum Jamie Carragher svaraði Neville þar sem hann benti á að United væri með feykilega sterkan hóp og að betri knattspyrnustjóri en Ole Gunnar Solskjær gæti gert betri hluti með liðið. Svarið sé ekki alltaf að kaupa leikmenn. „Mér finnst eins og í hvert skipti sem ég hlusta á Gary [Neville], Roy [Keane] eða stuðningsmenn Manchester United, sé svarið alltaf að eyða 100 milljónum punda í einhvern. Það er alltaf svarið við vandamálum félagsins að fara beint á markaðinn. Þú talar um að Chelsea hafi keypt Romelu Lukaku og allt í einu eftir úrslit gærdagsins þá eru allir farnir að tala um að Chelsea verði í titilbaráttunni við Manchester City,“ sagði Carragher. „Manchester United endaði fyrir ofan Chelsea á síðustu leiktíð. Síðan keypti liðið bæði Varane og Sancho. Ég fæ ekki þessa tilfinningu að Manchester United geti ekki keppt á toppnum. Mér líður eins og ef Pep Guardiola, Jurgen Klopp eða jafnvel Thomas Tuchel væru með leikmannahóp Manchester United gætu þeir unnið titilinn.“ sagði Carragher einnig en United eyddi yfir 100 milljónum í þá Jadon Sancho og Raphael Varane í sumar. "If Guardiola, Klopp or Tuchel had #MUFC's squad, you'd feel they could win the league."@Carra23 and @GNev2 discuss Manchester United's spending under Ole Gunnar Solskjaer and whether he is under pressure to deliver this season...Watch #MNF live on Sky Sports Premier League! pic.twitter.com/Ae4ylaxiqp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 23, 2021 Carragher segir þá jafnframt að United geti ekki sætt sig við baráttu um Meistaradeildarsæti heldur eigi að sækja að titlinum ef litið sé til peninganna sem félagið hefur eytt síðustu ár. Ekki eigi að bera liðið saman við Liverpool í því samhengi, heldur frekar Chelsea og Manchester City þar sem United hafi eytt peningum á pari við þau lið. United reynt að fara þá leið án árangurs Neville svaraði ummælum Carraghers: „Þegar þú nefnir að ef Pep væri þarna eða Jurgen Klopp eða Tuchel. Manchester United fékk inn tvo heimsklassa þjálfara í Louis van Gaal og José Mourinho og það fór hrikalega og gekk ekki upp. Svo þeir hafa reynt að fara þá leið en það gekk ekki upp.“ „Manchester United eyddi himinháum fjárhæðum undir þessum tveimur stjórum og það gekk ekki upp svo félagið breytti um stefnu. Liðið mun missa Anthony Martial og Edinson Cavani á næstu tólf mánuðum og mun þá aðeins hafa Mason Greenwood sem framherja, Rashford er vinstra megin, svo þá vantar framherja á næstu tólf mánuðum.“ „Að fá Kane inn í þetta lið myndi breyta öllu,“ sagði Neville. Solskjær stýrði United til annars sætis í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. United hefur aðeins þrisvar endað á meðal efstu fjögurra liða deildarinnar frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2014, þar af tvisvar undir stjórn Norðmannsins.Kacper Pempel, Pool via AP, File Neville segir að Solskjær þurfti enn að sanna sig sem stjóri og úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni í vor hafi verið sérstaklega slakur. Solskjær á enn eftir að vinna verðlaun með liðinu þrátt fyrir að hafa náð góðum árangri í stjórasætinu. Neville segir hann eiga skilið lágmark tólf til 18 mánuði með félagið. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Sjá meira
United gat ekki fylgt eftir góðum 5-1 sigri sínum á Leeds United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði 1-1 jafntefli við Southampton um helgina. Liðið leit ekkert sérstaklega út og breyttist umræðan um liðið snarlega eftir mikið lof fyrir viku síðan. Neville kallaði eftir því í þættinum að United legði allt kapp á að fá Harry Kane, framherja Tottenham Hotspur, til liðsins ef það ætlaði sér að keppa um titla. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Kane í sumar en Manchester City hefur sérstaklega verið orðað við kappann sem fer ekki frá Spurs fyrir minna en 150 milljónir punda. "I believe that if Harry Kane entered #MUFC you could get up to 90 to 95 points."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 23, 2021 Eins og svarið sé alltaf að eyða 100 milljónum Jamie Carragher svaraði Neville þar sem hann benti á að United væri með feykilega sterkan hóp og að betri knattspyrnustjóri en Ole Gunnar Solskjær gæti gert betri hluti með liðið. Svarið sé ekki alltaf að kaupa leikmenn. „Mér finnst eins og í hvert skipti sem ég hlusta á Gary [Neville], Roy [Keane] eða stuðningsmenn Manchester United, sé svarið alltaf að eyða 100 milljónum punda í einhvern. Það er alltaf svarið við vandamálum félagsins að fara beint á markaðinn. Þú talar um að Chelsea hafi keypt Romelu Lukaku og allt í einu eftir úrslit gærdagsins þá eru allir farnir að tala um að Chelsea verði í titilbaráttunni við Manchester City,“ sagði Carragher. „Manchester United endaði fyrir ofan Chelsea á síðustu leiktíð. Síðan keypti liðið bæði Varane og Sancho. Ég fæ ekki þessa tilfinningu að Manchester United geti ekki keppt á toppnum. Mér líður eins og ef Pep Guardiola, Jurgen Klopp eða jafnvel Thomas Tuchel væru með leikmannahóp Manchester United gætu þeir unnið titilinn.“ sagði Carragher einnig en United eyddi yfir 100 milljónum í þá Jadon Sancho og Raphael Varane í sumar. "If Guardiola, Klopp or Tuchel had #MUFC's squad, you'd feel they could win the league."@Carra23 and @GNev2 discuss Manchester United's spending under Ole Gunnar Solskjaer and whether he is under pressure to deliver this season...Watch #MNF live on Sky Sports Premier League! pic.twitter.com/Ae4ylaxiqp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 23, 2021 Carragher segir þá jafnframt að United geti ekki sætt sig við baráttu um Meistaradeildarsæti heldur eigi að sækja að titlinum ef litið sé til peninganna sem félagið hefur eytt síðustu ár. Ekki eigi að bera liðið saman við Liverpool í því samhengi, heldur frekar Chelsea og Manchester City þar sem United hafi eytt peningum á pari við þau lið. United reynt að fara þá leið án árangurs Neville svaraði ummælum Carraghers: „Þegar þú nefnir að ef Pep væri þarna eða Jurgen Klopp eða Tuchel. Manchester United fékk inn tvo heimsklassa þjálfara í Louis van Gaal og José Mourinho og það fór hrikalega og gekk ekki upp. Svo þeir hafa reynt að fara þá leið en það gekk ekki upp.“ „Manchester United eyddi himinháum fjárhæðum undir þessum tveimur stjórum og það gekk ekki upp svo félagið breytti um stefnu. Liðið mun missa Anthony Martial og Edinson Cavani á næstu tólf mánuðum og mun þá aðeins hafa Mason Greenwood sem framherja, Rashford er vinstra megin, svo þá vantar framherja á næstu tólf mánuðum.“ „Að fá Kane inn í þetta lið myndi breyta öllu,“ sagði Neville. Solskjær stýrði United til annars sætis í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. United hefur aðeins þrisvar endað á meðal efstu fjögurra liða deildarinnar frá því að Sir Alex Ferguson hætti árið 2014, þar af tvisvar undir stjórn Norðmannsins.Kacper Pempel, Pool via AP, File Neville segir að Solskjær þurfti enn að sanna sig sem stjóri og úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni í vor hafi verið sérstaklega slakur. Solskjær á enn eftir að vinna verðlaun með liðinu þrátt fyrir að hafa náð góðum árangri í stjórasætinu. Neville segir hann eiga skilið lágmark tólf til 18 mánuði með félagið. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Sjá meira