Aþena án heimavallar og segir „óvild“ Stjörnumanna um að kenna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 11:30 Bergþóra Holton, sem hefur þjálfað fyrir Aþenu, verður í leikmannahópi liðsins í vetur. vísir/vilhelm Kvennalið Aþenu er án heimavallar nú þegar rúmur mánuður er í að liðið leiki í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í körfubolta. Félagið sakar körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að hafa komið í veg fyrir að Aþena spilaði heimaleiki sína á Álftanesi. Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október. Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október.
Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira