Aþena án heimavallar og segir „óvild“ Stjörnumanna um að kenna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 11:30 Bergþóra Holton, sem hefur þjálfað fyrir Aþenu, verður í leikmannahópi liðsins í vetur. vísir/vilhelm Kvennalið Aþenu er án heimavallar nú þegar rúmur mánuður er í að liðið leiki í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í körfubolta. Félagið sakar körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að hafa komið í veg fyrir að Aþena spilaði heimaleiki sína á Álftanesi. Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október. Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október.
Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum