Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 23:34 Jóhanna Helga var viðmælandi í hlaðvarpinu Eigin konur. Umsjónamenn þáttarins eru þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir. Eigin konur Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. „Mamma var rosa veik á geði og alki og pabbi alki. Ég er með rosa góð gen í mér,“ segir Jóhanna sem fæddist í Vestmannaeyjum. Jóhanna og eldri systir hennar upplifðu ýmislegt á sínum æskuárum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa. Hún segir móður þeirra hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna, ásamt því að hún hafi verið að selja sig. „Við duttum úr rúminu þegar hún var að stunda kynlíf,“ lýsir Jóhanna. „Hann horfði bara á mig og sagði „hún byrjaði““ Jóhanna var send á fósturheimili uppi í sveit þegar hún var fjögurra ára gömul, þar sem hún var misnotuð af fósturföður sínum. Þegar eiginkona hans komst að því hvað hefði átt sér stað og spurði hún hvort þetta væri virkilega satt. „Hann horfir bara á mig og segir „hún byrjaði“ og það sat lengi í mér, af því hann var fullorðinn og ég var barn.“ Á meðan málið var í rannsókn var Jóhanna samt sem áður látin dvelja hjá fólkinu, en maðurinn var síðar fundinn sekur. „Meyjarhaftið var rifið. Ég held ég hafi verið fjögurra ára og bara alls konar einhver svona viðbjóður. Ég mundi bara eitt svona atriði en hann viðurkenndi að þetta hefði gerst áður.“ Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. „Ég var bara lifandi dáin“ Jóhanna var í kjölfarið send í varanlegt fóstur til Akureyrar. Hún gekk í skóla og æfði fótbolta en þegar hún varð átján ára gömul kynntist hún kókaíni. „Mér fannst þetta bara ógeðslega spennandi og ég fílaði spennuna í kringum þetta. Ég hætti í fótbolta og hætti í vinnunni sem ég var að vinna í,“ segir Jóhanna um upphafið á því sem varð að áralangri neyslu. Ekki leið að löngu þar til Jóhanna prófaði að sprauta sig í fyrsta skiptið með því sem hún taldi að væri MDMA en var í raun efnið PMMA og varð sá skammtur til þess að Jóhanna fór í hjartastopp. Í kjölfarið var Jóhanna send á Vog en hún var þó ekki edrú lengi. „Ég var bara lifandi dáin. En eins og mér leið áður en ég byrjaði að nota, þá var það eiginlega skárri kostur.“ „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ Nokkrum árum síðar fór Jóhanna í meðferð til Svíþjóðar þar sem henni var nauðgað. Hún hafði verið stödd á veitingastað ásamt vinkonu úr meðferðinni en vinkonan hafði farið heim með strák og varð Jóhanna eftir með eiganda veitingastaðarins. „Þegar þau eru farin þá segir gaurinn bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ og ég bara fraus ... Mér var bar nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi. Hann lætur mig fá pening og ég bara tek við honum, ég var svo frosin.“ Í kjölfar atviksins leiddist Jóhanna aftur út í neyslu. Hún segir undirheima Íslands ekki komast nálægt því að vera eins „brútal“ og undirheimar Svíþjóðar. Jóhanna kom aftur heim til Íslands þar sem hún bjó meðal annars á götunni, þar til árið 2016 þegar henni tókst að verða edrú. „Ég hélt bara að þetta væri mitt hlutkesti í lífinu. Ég var búin að lenda í alls konar sjitti og mér leið bara þannig. Þetta var það sem var búið að redda mér ... og ég ætti bara að deyja úr alkóhólisma - en sem betur fer var það ekki þannig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhönnu Helgu í heild sinni. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Mamma var rosa veik á geði og alki og pabbi alki. Ég er með rosa góð gen í mér,“ segir Jóhanna sem fæddist í Vestmannaeyjum. Jóhanna og eldri systir hennar upplifðu ýmislegt á sínum æskuárum sem engin börn ættu að þurfa að upplifa. Hún segir móður þeirra hafa neytt bæði áfengis og fíkniefna, ásamt því að hún hafi verið að selja sig. „Við duttum úr rúminu þegar hún var að stunda kynlíf,“ lýsir Jóhanna. „Hann horfði bara á mig og sagði „hún byrjaði““ Jóhanna var send á fósturheimili uppi í sveit þegar hún var fjögurra ára gömul, þar sem hún var misnotuð af fósturföður sínum. Þegar eiginkona hans komst að því hvað hefði átt sér stað og spurði hún hvort þetta væri virkilega satt. „Hann horfir bara á mig og segir „hún byrjaði“ og það sat lengi í mér, af því hann var fullorðinn og ég var barn.“ Á meðan málið var í rannsókn var Jóhanna samt sem áður látin dvelja hjá fólkinu, en maðurinn var síðar fundinn sekur. „Meyjarhaftið var rifið. Ég held ég hafi verið fjögurra ára og bara alls konar einhver svona viðbjóður. Ég mundi bara eitt svona atriði en hann viðurkenndi að þetta hefði gerst áður.“ Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. „Ég var bara lifandi dáin“ Jóhanna var í kjölfarið send í varanlegt fóstur til Akureyrar. Hún gekk í skóla og æfði fótbolta en þegar hún varð átján ára gömul kynntist hún kókaíni. „Mér fannst þetta bara ógeðslega spennandi og ég fílaði spennuna í kringum þetta. Ég hætti í fótbolta og hætti í vinnunni sem ég var að vinna í,“ segir Jóhanna um upphafið á því sem varð að áralangri neyslu. Ekki leið að löngu þar til Jóhanna prófaði að sprauta sig í fyrsta skiptið með því sem hún taldi að væri MDMA en var í raun efnið PMMA og varð sá skammtur til þess að Jóhanna fór í hjartastopp. Í kjölfarið var Jóhanna send á Vog en hún var þó ekki edrú lengi. „Ég var bara lifandi dáin. En eins og mér leið áður en ég byrjaði að nota, þá var það eiginlega skárri kostur.“ „Ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ Nokkrum árum síðar fór Jóhanna í meðferð til Svíþjóðar þar sem henni var nauðgað. Hún hafði verið stödd á veitingastað ásamt vinkonu úr meðferðinni en vinkonan hafði farið heim með strák og varð Jóhanna eftir með eiganda veitingastaðarins. „Þegar þau eru farin þá segir gaurinn bara „ef þú ríður mér ekki þá stúta ég þér“ og ég bara fraus ... Mér var bar nauðgað þarna baka til í einhverju eldhúsi. Hann lætur mig fá pening og ég bara tek við honum, ég var svo frosin.“ Í kjölfar atviksins leiddist Jóhanna aftur út í neyslu. Hún segir undirheima Íslands ekki komast nálægt því að vera eins „brútal“ og undirheimar Svíþjóðar. Jóhanna kom aftur heim til Íslands þar sem hún bjó meðal annars á götunni, þar til árið 2016 þegar henni tókst að verða edrú. „Ég hélt bara að þetta væri mitt hlutkesti í lífinu. Ég var búin að lenda í alls konar sjitti og mér leið bara þannig. Þetta var það sem var búið að redda mér ... og ég ætti bara að deyja úr alkóhólisma - en sem betur fer var það ekki þannig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jóhönnu Helgu í heild sinni.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira