Árétta auglýsingaskyldu eftir að 23 voru ráðnir án auglýsingar Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 11:09 Dómsmálaráðherra sækir Hæstarétt heim. Hæstiréttur Alls hafa 23 verið ráðnir í störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti án auglýsingar frá árinu 2006. Allir aðstoðarmennirnir luku lagaprófi frá lagadeild Háskóla Íslands. Dómsmálaráðuneytið hefur beðið dómarasýsluna um að árétta auglýsingaskyldu starfanna við forstöðumenn dómstóla. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samkvæmt lögum og reglum fjármála- og efnahagsráðherra ber að auglýsa störf við Hæstarétt laus til umsóknar en tilteknar undanþágur eru veittar frá því, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra ástæðna. Í svari dómsmálaráðherra segir að það beri að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara nema undanþágur eigi við. Dómsmálaráðuneytið hefur ritað dómarasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskylduna. Andrés Ingi vakti nýverið máls á því að Hæstiréttur hafi auglýst starf aðstoðarmanns dómara laust til umsóknar eftir að hann spurðist fyrir um málið. Í vetur spurði ég hve oft hefði verið auglýst eftir aðstoðarmönnum hæstaréttardómara.Svarið: Aldrei.Í dag birtist auglýsing eftir aðstoðarmanni hæstaréttardómara í blöðunum. Kannski sú fyrsta í sögunni.Svona geta fyrirspurnir ýtt við kerfinu! pic.twitter.com/LBhqFPtV51— Andrés Ingi (@andresingi) August 21, 2021 Margir dómarar starfað samhliða við lagadeildir Andrés Ingi óskaði einnig eftir upplýsingum um hversu margir hæstaréttardómarar væru starfsmenn lagadeilda. Hafa þeir verið allavega fjórir frá árinu 2006. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, hefur verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands frá því að hann var skipaður dómari við réttinn árið 2012. Karl Axelsson hefur frá skipun árið 2015 verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen hefur sömuleiðis verið í 25% starfshlutfalli við lagadeildina frá því hún var skipuð í nóvember í fyrra en mun láta af því starfi 31. ágúst næstkomandi. Ása Ólafsdóttir var frá nóvember í fyrra til lok maí á þessu ári í 15% starfshlutfalli við sömu lagadeild, að því er fram kemur í svari ráðherra. Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur beðið dómarasýsluna um að árétta auglýsingaskyldu starfanna við forstöðumenn dómstóla. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samkvæmt lögum og reglum fjármála- og efnahagsráðherra ber að auglýsa störf við Hæstarétt laus til umsóknar en tilteknar undanþágur eru veittar frá því, svo sem ef störf eru tímabundin vegna sérstakra ástæðna. Í svari dómsmálaráðherra segir að það beri að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara nema undanþágur eigi við. Dómsmálaráðuneytið hefur ritað dómarasýslunni erindi og farið þess á leit að stofnunin árétti auglýsingaskylduna. Andrés Ingi vakti nýverið máls á því að Hæstiréttur hafi auglýst starf aðstoðarmanns dómara laust til umsóknar eftir að hann spurðist fyrir um málið. Í vetur spurði ég hve oft hefði verið auglýst eftir aðstoðarmönnum hæstaréttardómara.Svarið: Aldrei.Í dag birtist auglýsing eftir aðstoðarmanni hæstaréttardómara í blöðunum. Kannski sú fyrsta í sögunni.Svona geta fyrirspurnir ýtt við kerfinu! pic.twitter.com/LBhqFPtV51— Andrés Ingi (@andresingi) August 21, 2021 Margir dómarar starfað samhliða við lagadeildir Andrés Ingi óskaði einnig eftir upplýsingum um hversu margir hæstaréttardómarar væru starfsmenn lagadeilda. Hafa þeir verið allavega fjórir frá árinu 2006. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, hefur verið í 49% starfshlutfalli við lagadeild Háskóla Íslands frá því að hann var skipaður dómari við réttinn árið 2012. Karl Axelsson hefur frá skipun árið 2015 verið í 20 eða 25% starfshlutfalli við lagadeild HÍ. Björg Thorarensen hefur sömuleiðis verið í 25% starfshlutfalli við lagadeildina frá því hún var skipuð í nóvember í fyrra en mun láta af því starfi 31. ágúst næstkomandi. Ása Ólafsdóttir var frá nóvember í fyrra til lok maí á þessu ári í 15% starfshlutfalli við sömu lagadeild, að því er fram kemur í svari ráðherra. Aðrir dómarar hafa ekki verið í föstu starfshlutfalli við lagadeildir en einhverjir þeirra munu hafa tekið að sér tilfallandi stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira