„Blaut tuska í andlitið á þolendum“ Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 12:04 Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hefur verið harðorð í garð forystu KSÍ og hún er óánægð með ummæli formannsins í gær. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðingur og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir formann Knattspyrnusambands Íslands ekki vera að axla ábyrgð á kynferðisbrotamálum innan hreyfingarinnar og sakar hann um að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni. Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Hanna Björg hefur skrifað greinar á Vísi í mánuðinum þar sem hún vísar til sögusagna af alvarlegu kynferðisofbeldi af hálfu leikmanna landsliðsins. Þar eru leikmennirnir ekki nafngreindir en Hanna telur KSÍ hafa vitneskju um málin. Sambandið eigi því að bregðast við. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði í viðtali við fréttastofu í gær að mál af þessum toga væru ekki á borði sambandsins á þessari stundu en að ef þau væru það yrði brugðist við þeim. „Þeir ætla bara að standa fast við sína, ég kalla þetta afneitun. Og eru ekki reiðubúnir til að bregðast við, axla ábyrgð með einhverjum hætti, standa með þolendum og það er auðvitað í stóra samhenginu, þeir ætla að halda áfram að vera hluti af vandanum,“ sagði Hanna Björg í hádegisfréttum Bylgjunnar. Guðni sagði í gær að KSÍ vildi ekki hafa ofbeldi innan hreyfingarinnar. Hanna Björg: „Sko, það er pínu eins og hann vilji það samt sko, af því að hann er ekki tilbúinn til að axla ábyrgð. Hann segir að hann hafi ekki fengið neinar ábendingar, var þetta eitthvað annað en ábending frá mér í fyrsta pistlinum? Það er rosa skrýtið að horfa á manninn ljúga svona upp í opið geðið á þjóðinni, ég verð bara að segja það.“ Afneitun og meðvirkni Hanna Björg gerir þá athugasemd við orð Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara sem hann lét falla í viðtali við Stöð 2 í gær, um að í þessum málum sé sannleikurinn ekki alltaf til vinstri eða hægri heldur stundum í miðjunni. „Þetta er blaut tuska í andlitið á þolendum. Þetta er eins og að segja að nauðgun sé að fara yfir mörk, þegar við erum að tala bara um líkamsárás. Þetta er alveg skelfileg normalísering á ofbeldi gegn konum,“ segir Hanna. Hún segir meðvirkni ráða för. „Það er afneitun á náttúrulega því að þarna sé bara hrikaleg mál í gangi og hafa gerst, hrikaleg mál, sem eru hluti af stærra samhengi. Þetta snýst náttúrulega ekki bara um KSÍ. Þetta snýst um samfélagið allt.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32 KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
„Við viljum auðvitað hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis“ Guðni Bergsson, forseti Knattspyrnusambands Íslands, telur að sögusagnir um meint brot landsliðsmanna kunni að blandast inn í það þegar leikmannahópar fyrir stórmót eru settir saman. Slík mál séu þó þess eðlis að oft sé ekki hægt að segja allt um þau sem segja þurfi til að skýra málin. 25. ágúst 2021 20:32
KSÍ hefur verið í sambandi við Gylfa og hans fólk Knattspyrnusamband Íslands hefur verið í sambandi við Gylfa Þór Sigurðsson og fjölskyldu hans. 26. ágúst 2021 11:31