Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 12:05 Jósef Stalín er einn alræmdasti harðstjóri mannkynssögunnar. Þúsundir og þúsundir ofan voru myrtar í stjórnartíð hans í Úkraínu einni saman. Vísir/EPA Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín. Rannsakendur telja að grafirnar séu frá seinni hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Grafirnar fundust við undirbúning framkvæmda við stækkun flugvallar í borginni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð þúsunda Úkraínumanna eru taldar hafa verið drepnar í stjórnartíð Stalíns. Samkvæmt upplýsingum stofnunar sem varðveitir heimildir um fórnarlömb pólitískra ofsókna í Úkraínu dæmdi sovéska leynilögreglan um 8.600 manns til dauða í Odessu frá 1938 til 1941. Ómögulegt sé þó að bera kennsl á líkin þar sem gögn um fórnarlömbin séu geymd í Rússlandi. Talið er að grafirnar sem nú eru komnar í ljós séu einhverjar stærstu fjöldagrafir sem fundist hafa í Úkraínu. Uppgreftri á svæðinu er enn ekki lokið og því gætu enn fleiri líkamsleifar komið í leitirnar. Úkraínskir sagnfræðingar hafa skotið á að fleiri en 200.000 pólitískir fangar sem voru teknir af lífi kunni að vera grafnir í Bykivnia-skógi utan við höfuðborgina Kænugarð. Þá eru ótaldar þær milljónir Úkraínumanna sem eru taldar hafa látíð lífið í sárri hungursneyð í tíð Stalíns frá 1932 til 1933. Margir Úkraínumenn líta á hungursneyðina sem vísvitandi þjóðarmorð Stalíns en því hafna rússnesk stjórnvöld. Úkraína Rússland Sovétríkin Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Rannsakendur telja að grafirnar séu frá seinni hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Grafirnar fundust við undirbúning framkvæmda við stækkun flugvallar í borginni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð þúsunda Úkraínumanna eru taldar hafa verið drepnar í stjórnartíð Stalíns. Samkvæmt upplýsingum stofnunar sem varðveitir heimildir um fórnarlömb pólitískra ofsókna í Úkraínu dæmdi sovéska leynilögreglan um 8.600 manns til dauða í Odessu frá 1938 til 1941. Ómögulegt sé þó að bera kennsl á líkin þar sem gögn um fórnarlömbin séu geymd í Rússlandi. Talið er að grafirnar sem nú eru komnar í ljós séu einhverjar stærstu fjöldagrafir sem fundist hafa í Úkraínu. Uppgreftri á svæðinu er enn ekki lokið og því gætu enn fleiri líkamsleifar komið í leitirnar. Úkraínskir sagnfræðingar hafa skotið á að fleiri en 200.000 pólitískir fangar sem voru teknir af lífi kunni að vera grafnir í Bykivnia-skógi utan við höfuðborgina Kænugarð. Þá eru ótaldar þær milljónir Úkraínumanna sem eru taldar hafa látíð lífið í sárri hungursneyð í tíð Stalíns frá 1932 til 1933. Margir Úkraínumenn líta á hungursneyðina sem vísvitandi þjóðarmorð Stalíns en því hafna rússnesk stjórnvöld.
Úkraína Rússland Sovétríkin Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira