Pique nýtir sér vinsældir Messis Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2021 09:01 Lionel Messi og Gerard Pique voru afar sigursælir saman hjá Barcelona. Getty/David Ramos Gerard Pique er vitaskuld vel meðvitaður um vinsældir síns gamla lagsbróður til margra ára, Lionels Messi. Pique hefur nú keypt sjónvarpsútsendingaréttinn á Spáni frá leikjum Argentínumannsins í Frakklandi. Pique og Messi hafa spilað saman hjá Barcelona stærstan hluta þessarar aldar og saman fagnað meðal annars átta Spánarmeistaratitlum og þremur Evrópumeistaratitlum. Eftir vistaskipti Messis til Paris Saint-Germain hefur áhugi Spánverja á frönsku deildinni snaraukist og Pique ætlar að nýta sér það með kaupum á sýningarréttinum í gegnum fyrirtæki sitt Kosmos Holding. ESPN greindi fyrst frá þessu. Búast má við því að Messi þreyti frumraun sína með PSG á sunnudaginn þegar liðið mætir Reims á útivelli. Leikurinn verður í opinn dagskrá fyrir Spánverja í gegnum Twitch-síðu rafíþróttalýsandans Ibai Llanos. Spænska stöðin Telecinco hefur einnig greitt fyrir réttinn til að sýna leikinn. Kosmos keypti réttinn í samstarfi við Enjoy TV og ætlar að leigja hann út, samkvæmt frétt ESPN. Movistar átti áður réttinn til að sýna franska boltann á Spáni, og greiddi fyrir það innan við 2,5 milljónir evra, en hafnaði tilboði um að endurnýja samninginn áður en ljóst varð að Messi færi til Frakklands. Fyrirtæki Pique átti líka sýningarréttinn að Ameríkukeppninni í sumar, þar sem Messi vann sinn fyrsta titil með argentínska landsliðinu, og keypti nýverið sýningarréttinn að ítölsku B-deildinni þar sem nokkrir Íslendingar spila. Pique, sem er 34 ára, er einnig eigandi knattspyrnufélagsins Andorra sem spilar í spænsku 3. deildinni. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Pique og Messi hafa spilað saman hjá Barcelona stærstan hluta þessarar aldar og saman fagnað meðal annars átta Spánarmeistaratitlum og þremur Evrópumeistaratitlum. Eftir vistaskipti Messis til Paris Saint-Germain hefur áhugi Spánverja á frönsku deildinni snaraukist og Pique ætlar að nýta sér það með kaupum á sýningarréttinum í gegnum fyrirtæki sitt Kosmos Holding. ESPN greindi fyrst frá þessu. Búast má við því að Messi þreyti frumraun sína með PSG á sunnudaginn þegar liðið mætir Reims á útivelli. Leikurinn verður í opinn dagskrá fyrir Spánverja í gegnum Twitch-síðu rafíþróttalýsandans Ibai Llanos. Spænska stöðin Telecinco hefur einnig greitt fyrir réttinn til að sýna leikinn. Kosmos keypti réttinn í samstarfi við Enjoy TV og ætlar að leigja hann út, samkvæmt frétt ESPN. Movistar átti áður réttinn til að sýna franska boltann á Spáni, og greiddi fyrir það innan við 2,5 milljónir evra, en hafnaði tilboði um að endurnýja samninginn áður en ljóst varð að Messi færi til Frakklands. Fyrirtæki Pique átti líka sýningarréttinn að Ameríkukeppninni í sumar, þar sem Messi vann sinn fyrsta titil með argentínska landsliðinu, og keypti nýverið sýningarréttinn að ítölsku B-deildinni þar sem nokkrir Íslendingar spila. Pique, sem er 34 ára, er einnig eigandi knattspyrnufélagsins Andorra sem spilar í spænsku 3. deildinni.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn