Tvöfalt kerfi í tvöföldu kerfi Ómar Torfason skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður. Nú víkur svo við að núverandi heilbrigðisráðherra, væntanlega með stuðningi og mögulega að áeggjan þess sem stýrir Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), stefnir í sparnað með því að útiloka nýútskrifaða einstaklinga frá aðkomu að Sjúkratryggingum Íslands á þeim forsendum að þeir séu nýútskrifaðir, þ.e. miðað við tvö s.l. ár. Menntun þeirra er fullgild og Embætti landlæknis hefur gefið þeim grænt ljós, en grunnkerfið neitar eigi að síður og það án þess að fyrir liggi haldbær rök. Skjólstæðingar verða því að greiða þar fullt gjald fyrir þjónustuna án aðkomu SÍ. Þar með er komið tvöfalt kerfi. Á sama tíma er annað ferli í gangi sem mun mynda víðtækara tvöfalt kerfi, sem liggur í því að núverandi ráðherra heilbrigðismála, með fullum stuðningi forsvarsmanna SÍ, stefnir í alþjóðlegt útboð á sjúkraþjálfun þar sem sumar stofur, þ.e. hæstbjóðendur í undirboði, fá meðferðarkvóta en aðrar ekki. Þeir sem eitthvað hafa aflögu milli handanna geta þá leitað til stofa utan kerfisins og fengið þjónustu svo gott sem strax meðan hinir, sem minna mega sín fjárhagslega, verða að koma sér í röðina hjá handhöfum aðgengisheimildar að SÍ. Þannig verður hver og einn í borg og bý með verðmiða á bakinu líkt og fiskurinn í sjónum. Auk þess lýtur þessi reglugerð erfðafjárlögum og mun ef að líkum lætur snúast upp í það framsalsspillingardæmi sem ríkir í sjávarútveginum. Það er mikilvægt að heilbrigð skynsemi fái að ríkja í landinu, og sem betur fer gætir hennar víða. Alþingi Íslendinga getur á engan hátt talið sig yfir skynsemiskröfuna hafið, en hér virðist nokkur brestur á. Það er vert að minna hæstvirta ráðamenn á, að kosningar eru á næsta leiti. Það verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir lýðræðið. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður. Nú víkur svo við að núverandi heilbrigðisráðherra, væntanlega með stuðningi og mögulega að áeggjan þess sem stýrir Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), stefnir í sparnað með því að útiloka nýútskrifaða einstaklinga frá aðkomu að Sjúkratryggingum Íslands á þeim forsendum að þeir séu nýútskrifaðir, þ.e. miðað við tvö s.l. ár. Menntun þeirra er fullgild og Embætti landlæknis hefur gefið þeim grænt ljós, en grunnkerfið neitar eigi að síður og það án þess að fyrir liggi haldbær rök. Skjólstæðingar verða því að greiða þar fullt gjald fyrir þjónustuna án aðkomu SÍ. Þar með er komið tvöfalt kerfi. Á sama tíma er annað ferli í gangi sem mun mynda víðtækara tvöfalt kerfi, sem liggur í því að núverandi ráðherra heilbrigðismála, með fullum stuðningi forsvarsmanna SÍ, stefnir í alþjóðlegt útboð á sjúkraþjálfun þar sem sumar stofur, þ.e. hæstbjóðendur í undirboði, fá meðferðarkvóta en aðrar ekki. Þeir sem eitthvað hafa aflögu milli handanna geta þá leitað til stofa utan kerfisins og fengið þjónustu svo gott sem strax meðan hinir, sem minna mega sín fjárhagslega, verða að koma sér í röðina hjá handhöfum aðgengisheimildar að SÍ. Þannig verður hver og einn í borg og bý með verðmiða á bakinu líkt og fiskurinn í sjónum. Auk þess lýtur þessi reglugerð erfðafjárlögum og mun ef að líkum lætur snúast upp í það framsalsspillingardæmi sem ríkir í sjávarútveginum. Það er mikilvægt að heilbrigð skynsemi fái að ríkja í landinu, og sem betur fer gætir hennar víða. Alþingi Íslendinga getur á engan hátt talið sig yfir skynsemiskröfuna hafið, en hér virðist nokkur brestur á. Það er vert að minna hæstvirta ráðamenn á, að kosningar eru á næsta leiti. Það verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir lýðræðið. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun