Ráðuneyti telur sig hafa svarað spurningum um umsvif útgerða Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 14:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, var beðinn um að láta gera skýrslu um umsvif stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað. Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira