Ráðuneyti telur sig hafa svarað spurningum um umsvif útgerða Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 14:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, var beðinn um að láta gera skýrslu um umsvif stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað. Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira