Zouma hefur verið í herbúðum Chelsea í sjö ár, en á þeim tíma hefur hann unnið ensku deildina tvisvar, Meistaradeild Evrópu einu sinni og enska deildarbikarinn einu sinni.
Hann gekk til liðs við Chelsea árið 2014 frá franska liðinu Saint-Etienne og spilaði 151 leik fyrir þá bláklæddu og skoraði í þeim tíu mörk.Þá á hann einnig að baki átta leiki fyrir franska landsliðið.
Couma lék 36 leiki fyrir Chelsea á seinasta tímabili, en er ekki í langtímaáætlun Thomas Tuchel, stjóra liðsins, sem hefur verið að reyna að fá hinn 22 ára miðvörð Jules Kounde.
Welcome to West Ham United, @KurtZouma! pic.twitter.com/X7eguIRzTi
— West Ham United (@WestHam) August 28, 2021