Slökkviliðsmanni sem sagt var upp fyrir einelti dæmdar bætur Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2021 17:33 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Jóhann Sveitarfélagið Fjarðabyggð var í byrjun júlí dæmt til að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni fjórar og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir ítrekaðar kvartanir samstarfskvenna hans um einelti. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað. Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Samkvæmt dómi Héraðsdóms Austurlands fór slökkviliðsmaðurinn fram á tæplega þrettán milljónir króna í skaða- og miskabætur. Annars vegar var um ræða kröfu um skaðabætur að álitum miðað við laun hans á tólf mánaða tímabili og hins vegar miskabætur upp á eina og hálfa milljón króna. Manninum var sagt upp vegna ásakana tveggja samstarfskvenna hans um einelti. Í upphafsorðum uppsagnarbréfs, sem slökkviliðsmanninum var afhent í júlí 2019, segir að ráðgert sé að segja honum upp störfum „vegna háttsemi sem samræmist ekki starfsskyldum.“ Önnur kvennanna sem kvartaði yfir hegðun mannsins gerði sátt við hann árið 2018 en sótti ekki um áframhaldandi starf hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar. Árið 2018 hóf ung kona störf hjá slökkviliðinu en hún kvartaði undan einelti á vinnustað árið 2019. Boðað var til fundar vegna málsins og lagði konan fram lista með tólf kvörtunartilvikum. Í fundargerð segir að á fundinum hafi komið fram að maðurinn hefði leitt einelti gegn nýliðanum og beitt líkamlegri valdbeitingu, drottnunargirnd með stöðutöku með ógnandi athöfnum í yfirgangi, lítilsvirðingu, hunsun, útkallsfatnaður hafi verið falinn og baktal hafi hafist á fyrstu vakt. Uppsögnin dæmd ólögmæt Héraðsdómur Austurlands dæmdi uppsögnina ólögmæta þar sem hún stangaðist á við óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Þá segir í dóminum að meint einelti hafi ekki verið sannað með óyggjandi hætti og að sönnunarbyrðin hvíli alfarið á Fjarðabyggð. Af þeim sökum voru manninum dæmdar fjórar og hálf milljón króna í skaðabætur. Bæturnar taka mið af því að hann hafði fengið greiðslur frá öðrum vinnuveitanda á því tímabili sem hann vildi bætur fyrir. Honum voru ekki dæmdar miskabætur sem hann hafði farið fram á. Dómurinn taldi uppsögnina ekki hafa falið í sér ólögmæta meingerð og því væri ekki tilefni til að dæma miskabætur. Þá var Fjarðabyggð einnig dæmd til að greiða manninum tæplega tvær milljónir króna í málskostnað.
Fjarðabyggð Dómsmál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Slökkvilið Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira