Stjórn KSÍ lofar bót og betrun en situr áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2021 18:06 Stjórn KSÍ ætlar að sitja fram að næsta ársþingi í febrúar. Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað að stíga til hliðar. Í yfirlýsingunni eru þolendur beðnir afsökunar. Stjórnin segist trúa þeim og viti upp á sig skömmina. Stjórnin hafi brugðist en líti ásakanir sem beinst hafi að sambandinu alvarlegum augum. Til stendur að setja faghóp á laggirnar sem hluta af því að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar. Sömuleiðis hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur. „Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upplýsingar um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar að leita til okkar. Við munum taka vel á móti ykkur, við viljum að málin fari í viðeigandi farveg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar gerenda en ekki þolenda.“ Skoða á menninguna í fótboltaheiminum á Íslandi frá grunni. Þá er beðist afsökunar á viðbrögðum KSÍ við pistli Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á Vísi þann 13. ágúst. Svarið hafi gert lítið úr ásökunum og verið laust við ábyrgð og einlægni. Fyrir liggi að Guðni Bergsson, formaður stjórnar KSÍ, hafi sagt af sér og þannig gengist við ábyrgð á meðferð þeirra mála sem til umfjöllunar hafa verið. „Þar til annað verður ákveðið munu varaformenn stjórnar sinna verkefnum sem eru á hendi formanns. Allir stjórnarmenn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starfsemi sambandsins þá er niðurstaða stjórnar að skynsamlegt sé að hún sitji áfram fram að næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður í febrúar á næsta ári en þá verður kosið til stjórnar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var ræddur fundi stjórnar sá möguleiki að boða til aukaþings þar sem hægt væri að kjósa nýja stjórn. Stjórnin ákvað að sitja áfram. Stjórnin vill ítreka að almennt starfsfólk KSÍ hafi unnið verk sín af alúð og trúmennsku og beri enga ábyrgð á þeirri atburðarrás sem hafi verið í gangi. „Þessi mikla bylgja sem dunið hefur á síðustu vikur hreyfði við okkur öllum. Sem hluti af stærstu sjálfboðaliðahreyfingu á Íslandi skiptir máli hvað KSÍ segir og gerir. Við höfum aldrei verið jafn meðvituð um þetta eins og núna og munum leita hjálpar samfélagsins til að gera róttækar breytingar, hlúa að þolendum og vera hluti af lausninni. Þetta verkefni mun taka tíma, en við ætlum að hefjast handa strax.“ Knattspyrnuhreyfingin sé hluti af samfélaginu, „og við þurfum öll sem samfélag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berjast gegn kynferðisofbeldi.“ Yfirlýsingin í heild Kæru þolendur, við í stjórn Knattspyrnusambands Íslands trúum ykkur og biðjum ykkur innilega afsökunar. Við vitum að við sem ábyrgðaraðilar höfum brugðist ykkur og við ætlum okkur að gera betur. Stjórnin hefur fundað undanfarna daga um þær alvarlegu ásakanir sem beinst hafa að sambandinu að undanförnu um þöggun kynferðisbrota. Við lítum málið afar alvarlegum augum. Nú þegar hefst vinna með utanaðkomandi fagaðilum um að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur. Faghópur verður settur á laggirnar og heitir stjórn KSÍ því að taka á þessum málum af alvöru og festu og fylgja ráðleggingum faghópsins. Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upplýsingar um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar að leita til okkar. Við munum taka vel á móti ykkur, við viljum að málin fari í viðeigandi farveg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar gerenda en ekki þolenda. Við ætlum að lagfæra þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menningu sem við lýði er innan knattspyrnuhreyfingarinnar með það fyrir augum að öll sem að starfi þess koma fái upplifað velferð og öryggi, um leið og hlustað er á þolendur og tillit tekið til þeirra hagsmuna. Vegna yfirlýsingar sem stjórnin sendi frá sér þann 17. ágúst sl. þar sem brugðist var við ásökunum um ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins, er rétt að taka fram að yfirlýsingin byggðist á takmörkuðum upplýsingum sem þá lágu fyrir hjá stjórn, en þar vantaði gögn og frekari upplýsingar, sem hafa komið í ljós á síðari stigum. Við biðjum Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur og aðra sem stóðu í framlínu þess að benda á ofbeldið innan KSÍ afsökunar á yfirlýsingunni sem gerði lítið úr þeirra ásökunum og var laus við alla ábyrgð og einlægni. Fyrir liggur að formaður stjórnar KSÍ hefur sagt af sér og þannig gengist við ábyrgð á meðferð þeirra mála sem til umfjöllunar hafa verið. Þar til annað verður ákveðið munu varaformenn stjórnar sinna verkefnum sem eru á hendi formanns. Allir stjórnarmenn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starfsemi sambandsins þá er niðurstaða stjórnar að skynsamlegt sé að hún sitji áfram fram að næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður í febrúar á næsta ári en þá verður kosið til stjórnar. Við viljum ítreka að almennt starfsfólk KSÍ hefur unnið verk sín af alúð og trúmennsku og ber enga ábyrgð á þeirri atburðarrás sem hefur verið í gangi. Þessi mikla bylgja sem dunið hefur á síðustu vikur hreyfði við okkur öllum. Sem hluti af stærstu sjálfboðaliðahreyfingu á Íslandi skiptir máli hvað KSÍ segir og gerir. Við höfum aldrei verið jafn meðvituð um þetta eins og núna og munum leita hjálpar samfélagsins til að gera róttækar breytingar, hlúa að þolendum og vera hluti af lausninni. Þetta verkefni mun taka tíma, en við ætlum að hefjast handa strax. Knattspyrnuhreyfingin er hluti af samfélaginu, og við þurfum öll sem samfélag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berjast gegn kynferðisofbeldi. Stjórn KSÍ: Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Ólafur Birkisson, Björn Friðþjófsson, Borghildur Sigurðardóttir, Gísli Gíslason, Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Ingi Sigurðsson, Jakob Skúlason, Jóhann Torfason, Magnús Gylfason, Orri Vignir Hlöðversson, Ragnhildur Skúladóttir, Tómas Þóroddsson, Valgeir Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín. KSÍ Íslenski boltinn MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 „KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér. 29. ágúst 2021 14:29 Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Í yfirlýsingunni eru þolendur beðnir afsökunar. Stjórnin segist trúa þeim og viti upp á sig skömmina. Stjórnin hafi brugðist en líti ásakanir sem beinst hafi að sambandinu alvarlegum augum. Til stendur að setja faghóp á laggirnar sem hluta af því að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar. Sömuleiðis hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur. „Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upplýsingar um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar að leita til okkar. Við munum taka vel á móti ykkur, við viljum að málin fari í viðeigandi farveg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar gerenda en ekki þolenda.“ Skoða á menninguna í fótboltaheiminum á Íslandi frá grunni. Þá er beðist afsökunar á viðbrögðum KSÍ við pistli Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á Vísi þann 13. ágúst. Svarið hafi gert lítið úr ásökunum og verið laust við ábyrgð og einlægni. Fyrir liggi að Guðni Bergsson, formaður stjórnar KSÍ, hafi sagt af sér og þannig gengist við ábyrgð á meðferð þeirra mála sem til umfjöllunar hafa verið. „Þar til annað verður ákveðið munu varaformenn stjórnar sinna verkefnum sem eru á hendi formanns. Allir stjórnarmenn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starfsemi sambandsins þá er niðurstaða stjórnar að skynsamlegt sé að hún sitji áfram fram að næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður í febrúar á næsta ári en þá verður kosið til stjórnar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var ræddur fundi stjórnar sá möguleiki að boða til aukaþings þar sem hægt væri að kjósa nýja stjórn. Stjórnin ákvað að sitja áfram. Stjórnin vill ítreka að almennt starfsfólk KSÍ hafi unnið verk sín af alúð og trúmennsku og beri enga ábyrgð á þeirri atburðarrás sem hafi verið í gangi. „Þessi mikla bylgja sem dunið hefur á síðustu vikur hreyfði við okkur öllum. Sem hluti af stærstu sjálfboðaliðahreyfingu á Íslandi skiptir máli hvað KSÍ segir og gerir. Við höfum aldrei verið jafn meðvituð um þetta eins og núna og munum leita hjálpar samfélagsins til að gera róttækar breytingar, hlúa að þolendum og vera hluti af lausninni. Þetta verkefni mun taka tíma, en við ætlum að hefjast handa strax.“ Knattspyrnuhreyfingin sé hluti af samfélaginu, „og við þurfum öll sem samfélag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berjast gegn kynferðisofbeldi.“ Yfirlýsingin í heild Kæru þolendur, við í stjórn Knattspyrnusambands Íslands trúum ykkur og biðjum ykkur innilega afsökunar. Við vitum að við sem ábyrgðaraðilar höfum brugðist ykkur og við ætlum okkur að gera betur. Stjórnin hefur fundað undanfarna daga um þær alvarlegu ásakanir sem beinst hafa að sambandinu að undanförnu um þöggun kynferðisbrota. Við lítum málið afar alvarlegum augum. Nú þegar hefst vinna með utanaðkomandi fagaðilum um að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur. Faghópur verður settur á laggirnar og heitir stjórn KSÍ því að taka á þessum málum af alvöru og festu og fylgja ráðleggingum faghópsins. Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upplýsingar um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar að leita til okkar. Við munum taka vel á móti ykkur, við viljum að málin fari í viðeigandi farveg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar gerenda en ekki þolenda. Við ætlum að lagfæra þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menningu sem við lýði er innan knattspyrnuhreyfingarinnar með það fyrir augum að öll sem að starfi þess koma fái upplifað velferð og öryggi, um leið og hlustað er á þolendur og tillit tekið til þeirra hagsmuna. Vegna yfirlýsingar sem stjórnin sendi frá sér þann 17. ágúst sl. þar sem brugðist var við ásökunum um ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins, er rétt að taka fram að yfirlýsingin byggðist á takmörkuðum upplýsingum sem þá lágu fyrir hjá stjórn, en þar vantaði gögn og frekari upplýsingar, sem hafa komið í ljós á síðari stigum. Við biðjum Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur og aðra sem stóðu í framlínu þess að benda á ofbeldið innan KSÍ afsökunar á yfirlýsingunni sem gerði lítið úr þeirra ásökunum og var laus við alla ábyrgð og einlægni. Fyrir liggur að formaður stjórnar KSÍ hefur sagt af sér og þannig gengist við ábyrgð á meðferð þeirra mála sem til umfjöllunar hafa verið. Þar til annað verður ákveðið munu varaformenn stjórnar sinna verkefnum sem eru á hendi formanns. Allir stjórnarmenn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starfsemi sambandsins þá er niðurstaða stjórnar að skynsamlegt sé að hún sitji áfram fram að næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður í febrúar á næsta ári en þá verður kosið til stjórnar. Við viljum ítreka að almennt starfsfólk KSÍ hefur unnið verk sín af alúð og trúmennsku og ber enga ábyrgð á þeirri atburðarrás sem hefur verið í gangi. Þessi mikla bylgja sem dunið hefur á síðustu vikur hreyfði við okkur öllum. Sem hluti af stærstu sjálfboðaliðahreyfingu á Íslandi skiptir máli hvað KSÍ segir og gerir. Við höfum aldrei verið jafn meðvituð um þetta eins og núna og munum leita hjálpar samfélagsins til að gera róttækar breytingar, hlúa að þolendum og vera hluti af lausninni. Þetta verkefni mun taka tíma, en við ætlum að hefjast handa strax. Knattspyrnuhreyfingin er hluti af samfélaginu, og við þurfum öll sem samfélag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berjast gegn kynferðisofbeldi. Stjórn KSÍ: Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Ólafur Birkisson, Björn Friðþjófsson, Borghildur Sigurðardóttir, Gísli Gíslason, Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Ingi Sigurðsson, Jakob Skúlason, Jóhann Torfason, Magnús Gylfason, Orri Vignir Hlöðversson, Ragnhildur Skúladóttir, Tómas Þóroddsson, Valgeir Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín.
Yfirlýsingin í heild Kæru þolendur, við í stjórn Knattspyrnusambands Íslands trúum ykkur og biðjum ykkur innilega afsökunar. Við vitum að við sem ábyrgðaraðilar höfum brugðist ykkur og við ætlum okkur að gera betur. Stjórnin hefur fundað undanfarna daga um þær alvarlegu ásakanir sem beinst hafa að sambandinu að undanförnu um þöggun kynferðisbrota. Við lítum málið afar alvarlegum augum. Nú þegar hefst vinna með utanaðkomandi fagaðilum um að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan hreyfingarinnar og hvernig staðið var og verður að stuðningi við þolendur. Faghópur verður settur á laggirnar og heitir stjórn KSÍ því að taka á þessum málum af alvöru og festu og fylgja ráðleggingum faghópsins. Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upplýsingar um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar að leita til okkar. Við munum taka vel á móti ykkur, við viljum að málin fari í viðeigandi farveg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar gerenda en ekki þolenda. Við ætlum að lagfæra þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menningu sem við lýði er innan knattspyrnuhreyfingarinnar með það fyrir augum að öll sem að starfi þess koma fái upplifað velferð og öryggi, um leið og hlustað er á þolendur og tillit tekið til þeirra hagsmuna. Vegna yfirlýsingar sem stjórnin sendi frá sér þann 17. ágúst sl. þar sem brugðist var við ásökunum um ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins, er rétt að taka fram að yfirlýsingin byggðist á takmörkuðum upplýsingum sem þá lágu fyrir hjá stjórn, en þar vantaði gögn og frekari upplýsingar, sem hafa komið í ljós á síðari stigum. Við biðjum Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur og aðra sem stóðu í framlínu þess að benda á ofbeldið innan KSÍ afsökunar á yfirlýsingunni sem gerði lítið úr þeirra ásökunum og var laus við alla ábyrgð og einlægni. Fyrir liggur að formaður stjórnar KSÍ hefur sagt af sér og þannig gengist við ábyrgð á meðferð þeirra mála sem til umfjöllunar hafa verið. Þar til annað verður ákveðið munu varaformenn stjórnar sinna verkefnum sem eru á hendi formanns. Allir stjórnarmenn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starfsemi sambandsins þá er niðurstaða stjórnar að skynsamlegt sé að hún sitji áfram fram að næsta ársþingi KSÍ sem haldið verður í febrúar á næsta ári en þá verður kosið til stjórnar. Við viljum ítreka að almennt starfsfólk KSÍ hefur unnið verk sín af alúð og trúmennsku og ber enga ábyrgð á þeirri atburðarrás sem hefur verið í gangi. Þessi mikla bylgja sem dunið hefur á síðustu vikur hreyfði við okkur öllum. Sem hluti af stærstu sjálfboðaliðahreyfingu á Íslandi skiptir máli hvað KSÍ segir og gerir. Við höfum aldrei verið jafn meðvituð um þetta eins og núna og munum leita hjálpar samfélagsins til að gera róttækar breytingar, hlúa að þolendum og vera hluti af lausninni. Þetta verkefni mun taka tíma, en við ætlum að hefjast handa strax. Knattspyrnuhreyfingin er hluti af samfélaginu, og við þurfum öll sem samfélag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berjast gegn kynferðisofbeldi. Stjórn KSÍ: Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Ólafur Birkisson, Björn Friðþjófsson, Borghildur Sigurðardóttir, Gísli Gíslason, Guðjón Bjarni Hálfdánarson, Ingi Sigurðsson, Jakob Skúlason, Jóhann Torfason, Magnús Gylfason, Orri Vignir Hlöðversson, Ragnhildur Skúladóttir, Tómas Þóroddsson, Valgeir Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þóroddur Hjaltalín.
KSÍ Íslenski boltinn MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 „KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér. 29. ágúst 2021 14:29 Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52
„KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér. 29. ágúst 2021 14:29
Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39