Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að víða verði léttskýjað á austurhluta landsins en þungbúið og dálítil rigning eða súld með köflum sunnan- og vestantil.
Hiti verður á bilinu ellefu til 21 stig þar sem hlýjast verður austast á landinu.
Litlar breytingar verða í veðrinu næstu daga en útlit er fyrir að það dragi úr suðvestanáttinni í lok vikunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag og miðvikudag: Sunnan og suðvestan, víða 5-10 m/s og dálítil væta með köflum, en yfirleitt léttskýjað austantil. Hiti 12 til 21 stig, hlýjast eystra.
Á fimmtudag: Breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir eða dálítil rigning, en þurrt að kalla suðaustanlands. Hiti 9 til 17 stig, svalast nyrst.
Á föstudag: Suðaustlæg eða breytilega átt og dálítil væta með köflum, en yfirleitt þurrviðri norðaustanlands. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á laugardag: Líklega stíf suðaustanátt og rigning með köflum sunnan- og vestanlands. Hægari vindur og bjartviðri norðaustantil.
Á sunnudag: Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt og rigningu, einkum sunnan- og vestantil.