Efla þarf námstækifæri fullorðinna Hólmfríður Árnadóttir, Helga Tryggvadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 30. ágúst 2021 09:02 Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins. Á kjörtímabilinu hefur margt jákvætt átt sér stað, má þar nefna að atvinnuleitendum hefur verið gert kleift að sinna námi á óskertum bótum og framhalds- og háskólar fengið aukin framlög til að taka á móti þeim sem sækja um nám. Á sama tíma hafa styrkir til rannsókna verið auknir. Menntun er samfélagsmál og forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar, þar skipta öll skólastig máli. Það skólastig sem okkur langar að fjalla um er framhaldsfræðslan, sem er stundum kölluð fimmta stoðin í menntakerfinu. Það er mat okkar þriggja að framhaldsfræðslan þurfi enn frekari fjárstuðning til að mæta þeim fjölbreytta stækkandi hópi fullorðinna námsmanna sem fer óhefðbundnar leiðir í námi. Sömuleiðis þarf að framfylgja enn betur lögum sem sett voru um þessa fræðslu árið 2010. Til glöggvunar þá felur framhaldsfræðsla í sér þrjá megin þætti: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og námsleiðir sem eru styttri en þær sem við þekkjum í framhaldsskóla en hægt er að fá metnar til eininga. Námsleiðirnar eru allt frá nokkrum tuga klukkustunda upp í 1200 og er markmiðið alltaf að efla færni einstaklinga bæði almennt og sérhæft tengt störfum. Við velkjumst ekki í vafa um mikilvægi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla en það eru ekki öll sem feta þá leið. Hvað með þau sem hafa horfið frá námi vegna ólíkra ástæðna og standa af þeim sökum hallari fæti þegar kemur að menntun og atvinnu? Mörg hafa hætt í skóla, stundum strax að loknu grunnskólanámi eða í framhaldsskóla og jafnvel misst vinnuna og þurfa þess vegna að leita á önnur mið. Þetta er einmitt hópurinn sem sækir menntun í framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar sem sinna framhaldsfræðslu hafa breytt ásýnd menntunar og gert hana aðgengilegri fyrir þennan fjölbreytta hóp og það þarf að tryggja fjármögnun í takt við eftirspurn. Nú er kominn tími á aðalnámskrá fyrir framhaldsfræðsluna og enn markvissari aðkomu ríkis að menntunarmálum þeirra sem vilja efla sig og sækja sér menntun eftir 18 ára aldur. Jafnt aðgengi að menntun er lykilatriði og í aðalnámskrá framhaldsfræðslu þarf að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga og hópa. Það þarf líka að huga að þeim sem standa höllum fæti í námi á fullorðinsárum og mæta þeim þar sem þau eru með enn fjölbreyttari námsúrræðum. Við sjáum fram á ótal tækifæri og möguleika á næsta kjörtímabili. Við verðum að tryggja öllum þeim sem vilja mennta sig á fullorðinsárum tækifæri út frá félagslegu réttlæti og jöfnuði. Það verður að viðurkenna og fastsetja framhaldsfræðsluna sem skólastig og fjárfesta þannig í mannauði þjóðarinnar allrar. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti VG í Suðurkjördæmi Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 5. sæti VG í Suðurkjördæmi Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastýra námsleiða, 11. sæti VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamál skipta máli þegar kemur að hagsæld og velferð þjóðar. VG hefur alla tíð lagt áherslu á skýra menntastefnu enda þarf stöðugt að endurskoða og aðlaga menntakerfið að þörfum og fjölbreytileika mannlífsins. Á kjörtímabilinu hefur margt jákvætt átt sér stað, má þar nefna að atvinnuleitendum hefur verið gert kleift að sinna námi á óskertum bótum og framhalds- og háskólar fengið aukin framlög til að taka á móti þeim sem sækja um nám. Á sama tíma hafa styrkir til rannsókna verið auknir. Menntun er samfélagsmál og forsenda þróunar og nýsköpunar hverrar þjóðar, þar skipta öll skólastig máli. Það skólastig sem okkur langar að fjalla um er framhaldsfræðslan, sem er stundum kölluð fimmta stoðin í menntakerfinu. Það er mat okkar þriggja að framhaldsfræðslan þurfi enn frekari fjárstuðning til að mæta þeim fjölbreytta stækkandi hópi fullorðinna námsmanna sem fer óhefðbundnar leiðir í námi. Sömuleiðis þarf að framfylgja enn betur lögum sem sett voru um þessa fræðslu árið 2010. Til glöggvunar þá felur framhaldsfræðsla í sér þrjá megin þætti: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat og námsleiðir sem eru styttri en þær sem við þekkjum í framhaldsskóla en hægt er að fá metnar til eininga. Námsleiðirnar eru allt frá nokkrum tuga klukkustunda upp í 1200 og er markmiðið alltaf að efla færni einstaklinga bæði almennt og sérhæft tengt störfum. Við velkjumst ekki í vafa um mikilvægi leik-, grunn-, framhalds- og háskóla en það eru ekki öll sem feta þá leið. Hvað með þau sem hafa horfið frá námi vegna ólíkra ástæðna og standa af þeim sökum hallari fæti þegar kemur að menntun og atvinnu? Mörg hafa hætt í skóla, stundum strax að loknu grunnskólanámi eða í framhaldsskóla og jafnvel misst vinnuna og þurfa þess vegna að leita á önnur mið. Þetta er einmitt hópurinn sem sækir menntun í framhaldsfræðslu. Símenntunarmiðstöðvar sem sinna framhaldsfræðslu hafa breytt ásýnd menntunar og gert hana aðgengilegri fyrir þennan fjölbreytta hóp og það þarf að tryggja fjármögnun í takt við eftirspurn. Nú er kominn tími á aðalnámskrá fyrir framhaldsfræðsluna og enn markvissari aðkomu ríkis að menntunarmálum þeirra sem vilja efla sig og sækja sér menntun eftir 18 ára aldur. Jafnt aðgengi að menntun er lykilatriði og í aðalnámskrá framhaldsfræðslu þarf að taka tillit til mismunandi þarfa einstaklinga og hópa. Það þarf líka að huga að þeim sem standa höllum fæti í námi á fullorðinsárum og mæta þeim þar sem þau eru með enn fjölbreyttari námsúrræðum. Við sjáum fram á ótal tækifæri og möguleika á næsta kjörtímabili. Við verðum að tryggja öllum þeim sem vilja mennta sig á fullorðinsárum tækifæri út frá félagslegu réttlæti og jöfnuði. Það verður að viðurkenna og fastsetja framhaldsfræðsluna sem skólastig og fjárfesta þannig í mannauði þjóðarinnar allrar. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og oddviti VG í Suðurkjördæmi Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 5. sæti VG í Suðurkjördæmi Linda Björk Pálmadóttir, verkefnastýra námsleiða, 11. sæti VG í Suðurkjördæmi
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar