Flugfélögin ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um heimför skorti þá gögn Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2021 18:38 Farþegi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Vilhelm Íslendingar geta frá og með morgundeginum ferðast til útlanda án þess að eiga hættu á að festast þar skorti þá vottorð við heimför til Íslands. Nýjar leiðbeiningar Samgöngustofu skylda ekki flugfélög til að synja Íslendingum um heimför séu þeir ekki með öll gögn. Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Flugfélögin þurfa eins og áður að athuga forskráningu farþega á leið til Íslands. Þau þurfa einnig að athuga hvort farþegarnir hafi annað hvort vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Ef þeir hafa þau vottorð, þarf flugfélagið ekki að athuga hvort þeir séu með vottorð um neikvætt PCR-próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda gamalt. Ef þeir hafa hins vegar ekki vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu, þá þarf flugfélagið að ganga úr skugga um að farþegarnir hafi neikvætt PCR-próf. Geti erlendir ferðamenn ekki sýnt fram á fyrrgreind vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR, þá ber flufélaginu að synja honum um för til Íslands. Stærsta breytingin í þessum leiðbeningum Samgöngustofu er sú að flugfélögin eru ekki skyldug til að synja íslenskum ríkisborgurum um för til Íslands, geti þeir ekki sýnt fram á vottorð um bólusetningu, fyrri sýkingu eða neikvætt PCR-próf. Leiðbeiningarnar eru byggðar á reglugerðarbreytingu samgönguráðherra sem er afrakstur yfirferðar lögfræðinga samgöngu- og heilbrigðisráðuneytanna á þeirri lagastoð sem Alþingi hefur veitt til að leggja skyldur á flugrekendur sem stunda millilandaflug í þessum heimsfaraldri. Forstjóri flugfélagsins Play fagnar þessum breytingum. „Samkvæmt þessari reglugerð megum við hleypa öllum Íslendingum með íslenskt ríkisfang um borð. Þannig að það er ekki þessi hætta sem var áður að ef þú værir með jákvætt Covid-próf þá myndir þú festast í útlöndum. Þannig að Íslendingar geta byrjað að ferðast á ný,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Í raun er verið að létta á skyldum flugfélaganna. Aðrar reglur bíða á landamærunum þar sem íslenskir farþegar þurfa til dæmis að fara í skimun við komuna til landsins. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að hægt sé að vinna með reglurnar þó þær geti verið flóknar. „Ég held að við getum alveg unnið með þetta. Auðvitað myndum við vilja að flugrekendur væru að skoða neikvæð próf hjá öllum farþegum sem koma með slíkt. En ef þetta er svona þá verðum við bara að vinna með það og skýra út hvort þeir geti farið eftir okkar tilmælum um hvað okkur finnst mikilvægt að skoða,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira