Víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 3. september 2021 17:56 Á dögunum var veður svo gott á Akureyri að menntskælingar þurftu að færa námið út. Vísir Nýliðinn ágúst var víða hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga. Til dæmis hefur aldrei verið hlýrra á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey. Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021 Veður Akureyri Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í skýrslu Veðurstofu Íslands um tíðarfar í ágúst segir að óvenjuleg hlýindi hafi verið á landinu öllu í mánuðinum. Heitast hafi verið dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum var 29,4 stig á Hallormsstað þann 24. ágúst en það er hæsti hiti sem mælst hefur frá árinu 2008 og hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst. Þá féll hitamet í Grímsey þegar hiti mældist 22,3 gráður þann 25. ágúst. Veðurgæðum ekki skipt jafnt Ekki hefur farið fram hjá neinum að veður var töluvert betra á norðaustur- og austurlandi en annars staðar á landinu í ágúst. Til að mynda mældust sólskinsstundir á Akureyri 181,4 í mánuðinum en aðeins 89,5 í Reykjavík. Þá var mánuðurinn óvenju þurr á Norðaustur- og Austurlandi og tiltölulega þurr í flestum öðrum landshlutum. Úrkoma í Reykjavík var um 85 prósent af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var úrkoma hins vegar aðeins fimmtán prósent af meðalúrkomu sömu ára. Úrkoma hefur ekki verið minni í ágúst á Akureyri síðan árið 1960. Óvenjumikið var um mikla rigningu í Reykjavík en lítið á Akureyri. Dagar þegar úrkoma mældist einn millimetri eða meiri í Reykjavík voru ellefu sem eru jafnmargir og í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma einn millimetri eða meiri þrjá daga mánaðarins, fimm færri en í meðalári. „Súrrealískt veðuryfirlit“ Elín Jónasdóttir, fagstjóri almennrar veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, vakti athygli á veðrinu í ágúst á Twittersíðu sinni í dag. Hún kallar veðurfarsyfirlitið súrrealískt. Súrrealískt veðurfarsyfirlit. Annar mánuðurinn í röð þar sem meðalhiti er hærri en 14°C einhvers staðar á landinu. 15% úrkoma á Akureyri OG meðalhitinn í ágúst í Reykjavík er í 2. sæti af 153 árum, bara hlýrra 2003. https://t.co/hjXLWYmIJd— Elín Jónasdóttir (@elinbjon) September 3, 2021
Veður Akureyri Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira