Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 19:46 Fólk náði eðlilega ekki að klæða sig áður en það varð að yfirgefa húsnæði Hreyfingar í morgun. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan. Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar. Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar.
Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01