Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir segir fréttir á Stöð 2 í kvöld.
Edda Guðrún Andrésdóttir segir fréttir á Stöð 2 í kvöld.

Óttast er að vatnshæð í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur.

Við fjöllum um Skaftárhlaup sem hófst í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við jarðeðlisfræðing hjá almannavörnum um stöðu mála. 

Þá hittum við mann sem kom tveimur rúmenskum karlmönnum til bjargar á Kleifaheiði í nótt eftir að bifreið þeirra varð alelda. Hann segir það mildi að hann hafi ákveðið að drífa sig suður í gærkvöldið og þannig fundið mennina bjargarlausa á heiðinni. 

Við ræðum líka við íslenska konu í Texas sem hefur þungar áhyggjur af umdeildum þungunarrofslögum sem tóku gildi í ríkinu í síðustu viku. Hún telur meirihluta Texasbúa andsnúna lögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×