Í mars á þessu ári var Olsen á láni hjá Everton þegar grímuklæddir menn vopnaðir sveðjum réðust inn á heimili hans þar sem markvörðurinn var ásamt konu sinni og tveimur dætrum þeirra. Hann ræddi þá lífsreynslu á blaðamannafundi nýverið.
„Við nutum okkar á Englandi og svona hlutir geta gerst hvar sem er. Það fékk okkur ekki til að líka verr við England eða líða illa þar. Þetta er eitthvað sem við erum samt enn að vinna í og getum vonandi sett í baksýnisspegilinn sem fyrst,“ sagði Olsen og bætti við að hann væri ánægður með að vera kominn aftur til Englands.
„Þetta hefur ekki haft áhrif á mig sem leikmenn né manneskju,“ sagði hann jafnframt.
„Hér vil ég vera og fjölskyldunni líður vel hér þrátt fyrir atvikið. Þau voru mjög spennt að koma aftur til Englands,“ sagði markvörðurinn að endingu um endurkomu sína til Englands.
A solid display from our new GK, Robin Olsen, as Sweden came out 2-1 winners in their fixture against Spain. pic.twitter.com/F4b4xot2NK
— Sheffield United (@SheffieldUnited) September 2, 2021
Olsen stóð milli stanganna er Svíþjóð vann Spán 2-1 í undankeppni HM á fimmtudag og mun að öllum líkindum verja mark Svía er þeir mæta Grikkjum í Grikklandi á miðvikudag, 8. september.