Það gæti þó farið svo að stuðningsfólk liðsins þurfi að bíða aðeins lengur með að sjá Ronaldo aftur í rauðu.
Portúgalinn fékk að fara fyrr heim úr landsliðsverkefni með Portúgal þar sem hann var hvort eð er í leikbanni í leiknum gegn Aserbaísjan sem fram fer í dag. Ronaldo hefur því fengið nokkurra daga hvíld og náð að spóka sig um í sólinni í Manchester.
Það er í garðinum sínum þar sem hann hefur verið í sóttkví síðan hann kom til landsins. Nú virðist sem það gæti haft áhrif á hvort hann spili gegn Newcastle United um helgina.
Svo virðist sem það sé óvíst hvenær hann klári sóttkví og þar með óljóst hversu mikið hann myndi ná að æfa með liðinu áður en leikurinn færi fram.
Cristiano Ronaldo could have to wait until next Tuesday for his second full Manchester United debut due to quarantine requirements and a lack of training.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2021
Því gæti svo farið að stuðningsfólk Man United þurfi að bíða til þriðjudagsins 14. september til að sjá Ronaldo í treyju félagsins á nýjan leik en þá heimsækir liðið Young Boys í Sviss.