„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2021 11:53 Baldur Þórhallsson segir nauðsynlegt að auka umræðu um utanríkismál, bæði í samfélaginu og á þingi. Vísir/Hanna „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni. Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni.
Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels