„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2021 11:53 Baldur Þórhallsson segir nauðsynlegt að auka umræðu um utanríkismál, bæði í samfélaginu og á þingi. Vísir/Hanna „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni. Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni.
Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira