Heilbrigðismál í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir skrifar 8. september 2021 07:07 Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Það er lítill fjárhagslegur, umhverfislegur eða samfélagslegur ávinningur fólginn í því að þurfa stöðugt að sækja sér vatnið yfir lækinn og hefur verið skýlaus krafa íbúa kjördæmisins að fá þjónustuna heim. Því eru það góðar fréttir þegar eitthvað jákvætt gerist í heilbrigðismálum eins og raunin hefur verið síðustu misseri í stjórnartíð Svandísar Svavarsdóttur ráðherra heilbrigðismála og aukning á þjónustu bæði HSS og HSU orðin að veruleika. Ákalli íbúa um aukna þjónustu í heimabyggð hefur verið svarað með auknum fjárframlögum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir heimsfaraldur og því álagi sem starfsfólk og íbúar hafa fundið fyrir. Auknir fjármunir hafa farið í að fjölga sálfræðingum og efla geðteymi í umdæmunum enda tímabær vitundarvakning í þeim málum átt sér stað síðustu misseri og mikilvægt að íbúar geti notið þeirrar þjónustu í heimabyggð. Þá hefur aukið fjármagn verið sett í endurnýjun húsnæðis og aukna fjölbreytni í þjónustu sérstaklega hvað varðar aldraða. Fjárveiting til nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði HSS er á fjárlögum þess árs og áætlað er að vegna brýnnar þarfar verði annað húsnæði tekið á leigu til að koma strax til móts við þjónustuþörfina meðan nýja stöðin er í byggingu. Um leið hefur verið tekið á skorti á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og rýmum til að veita líknar- og lífslokameðferð á Suðurlandi með auknu fjármagni svo dæmi séu tekin. Það sem liggur fyrir er aukið fjármagn, svigrúm og húsnæði til móttöku og aðkomu sérfræðinga og efling slíkrar þjónustu í heimabyggð. Halda þarf áfram að efla geðtengda starfsemi er varðar börn, ungmenni og aðra sem skortir þá þjónustu heima í héraði enda réttlæti og jöfnuður fólginn í því að fjölskyldur geti gengið að allri þjónustu vísri án lengri ferðalaga. Árið 2020 hófst innleiðing nýs greiðslulíkans heilsugæslunnar sem mun marka tímamót í allri þjónustu fyrir okkur íbúa kjördæmisins. Byggir líkanið á því að fjármagn til reksturs hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Þá hefur öflugt umbótastarf verið unnið á báðum stöðvum sem hefur skilað sér í auknum gæðum og ánægju meðal starfsfólks og þjónustuþega. Báðar stofnanir horfa björtum augum til framtíðar og eru með skýra framtíðarsýn sem byggir á sterkari liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þjónustu við íbúa enda starfsfólk beggja stofnana sýnt einstaka samheldni og lausnamiðun á tímum heimsfaraldurs. Með öflugum opinberum rekstri og skýrri sýn jöfnuðar og félagslegs réttlætis er það stefna VG að tryggja áfram aðgengi að heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar og með áherslu á gæði og yfirsýn. Um leið er það hagur hvers samfélags að hlúa að heilsu og velferð einstaklinga með markvissum forvörnum og heilsusamlegu umhverfi. Á tímum umhverfisverndar og í takt við stefnu VG er varðar félagslegt réttlæti og jöfnuð sjáum við ótal tækifæri til að efla og auka enn frekar við heilbrigðisþjónustu í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Það er lítill fjárhagslegur, umhverfislegur eða samfélagslegur ávinningur fólginn í því að þurfa stöðugt að sækja sér vatnið yfir lækinn og hefur verið skýlaus krafa íbúa kjördæmisins að fá þjónustuna heim. Því eru það góðar fréttir þegar eitthvað jákvætt gerist í heilbrigðismálum eins og raunin hefur verið síðustu misseri í stjórnartíð Svandísar Svavarsdóttur ráðherra heilbrigðismála og aukning á þjónustu bæði HSS og HSU orðin að veruleika. Ákalli íbúa um aukna þjónustu í heimabyggð hefur verið svarað með auknum fjárframlögum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir heimsfaraldur og því álagi sem starfsfólk og íbúar hafa fundið fyrir. Auknir fjármunir hafa farið í að fjölga sálfræðingum og efla geðteymi í umdæmunum enda tímabær vitundarvakning í þeim málum átt sér stað síðustu misseri og mikilvægt að íbúar geti notið þeirrar þjónustu í heimabyggð. Þá hefur aukið fjármagn verið sett í endurnýjun húsnæðis og aukna fjölbreytni í þjónustu sérstaklega hvað varðar aldraða. Fjárveiting til nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði HSS er á fjárlögum þess árs og áætlað er að vegna brýnnar þarfar verði annað húsnæði tekið á leigu til að koma strax til móts við þjónustuþörfina meðan nýja stöðin er í byggingu. Um leið hefur verið tekið á skorti á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og rýmum til að veita líknar- og lífslokameðferð á Suðurlandi með auknu fjármagni svo dæmi séu tekin. Það sem liggur fyrir er aukið fjármagn, svigrúm og húsnæði til móttöku og aðkomu sérfræðinga og efling slíkrar þjónustu í heimabyggð. Halda þarf áfram að efla geðtengda starfsemi er varðar börn, ungmenni og aðra sem skortir þá þjónustu heima í héraði enda réttlæti og jöfnuður fólginn í því að fjölskyldur geti gengið að allri þjónustu vísri án lengri ferðalaga. Árið 2020 hófst innleiðing nýs greiðslulíkans heilsugæslunnar sem mun marka tímamót í allri þjónustu fyrir okkur íbúa kjördæmisins. Byggir líkanið á því að fjármagn til reksturs hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Þá hefur öflugt umbótastarf verið unnið á báðum stöðvum sem hefur skilað sér í auknum gæðum og ánægju meðal starfsfólks og þjónustuþega. Báðar stofnanir horfa björtum augum til framtíðar og eru með skýra framtíðarsýn sem byggir á sterkari liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þjónustu við íbúa enda starfsfólk beggja stofnana sýnt einstaka samheldni og lausnamiðun á tímum heimsfaraldurs. Með öflugum opinberum rekstri og skýrri sýn jöfnuðar og félagslegs réttlætis er það stefna VG að tryggja áfram aðgengi að heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar og með áherslu á gæði og yfirsýn. Um leið er það hagur hvers samfélags að hlúa að heilsu og velferð einstaklinga með markvissum forvörnum og heilsusamlegu umhverfi. Á tímum umhverfisverndar og í takt við stefnu VG er varðar félagslegt réttlæti og jöfnuð sjáum við ótal tækifæri til að efla og auka enn frekar við heilbrigðisþjónustu í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun