Vopnað rán og eltingaleikur um hábjartan dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Ránið átti sér stað um hábjartan dag. epa/Yoan Valat Tveir menn eru í haldi lögreglu og fimm annarra er leitað eftir að vopnaðir þjófar réðust inn í verslun Bulgari í miðborg Parísar og höfðu á brott með sér skartgripi sem metnir eru á 1,5 milljarð króna. Þrír þjófar gengu inn í verslunina klæddir jakkafötum og ógnuðu viðstöddum með skotvopnum. Þeir flúðu á gráum BMW en fjórir vitorðsmenn létu sig hverfa á rafskútum. Lögregla skaut á bifreiðina skammt frá Les Halles verslunarmiðstöðinni, sem leiddi til þess að þjófarnir komu sér út og freistuðu þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Tveir þeirra náðust. Umrædd verslun stendur við Place Vendome, skammt frá Ritz-hótelinu, og hafði nýlega verið opnuð eftir endurbætur. Fjöldi annarra lúxusverslana standa við torgið, svo sem Chanel, Boucheron og Van Cleef & Arpels. Nokkuð hefur verið um skartgripaþjófnaði í París á undanförnum mánuðum og líklegt að glæpir og öryggismál verði meðal þeirra mála sem rædd verða í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram á næsta ári. Hinn 27. júlí síðastliðinn réðist maður inn í Chaumet-verslun og hafði á brott með sér skart fyrir um 2 milljónir evra. Hann var handtekinn daginn eftir og flestir gripana endurheimtir. Þremur dögum seinna réðust tveir menn vopnaðir rafbyssu og táragasi inn í Dinh Van-verslun og tóku með sér skartgripi metna á um 400 þúsund evrur. Það kemur ekki fram í frétt Guardian hvort lögregla hefur endurheimt gripina sem stolið var í Bulgari-versluninni í gær. Frakkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Þrír þjófar gengu inn í verslunina klæddir jakkafötum og ógnuðu viðstöddum með skotvopnum. Þeir flúðu á gráum BMW en fjórir vitorðsmenn létu sig hverfa á rafskútum. Lögregla skaut á bifreiðina skammt frá Les Halles verslunarmiðstöðinni, sem leiddi til þess að þjófarnir komu sér út og freistuðu þess að komast undan á tveimur jafnfljótum. Tveir þeirra náðust. Umrædd verslun stendur við Place Vendome, skammt frá Ritz-hótelinu, og hafði nýlega verið opnuð eftir endurbætur. Fjöldi annarra lúxusverslana standa við torgið, svo sem Chanel, Boucheron og Van Cleef & Arpels. Nokkuð hefur verið um skartgripaþjófnaði í París á undanförnum mánuðum og líklegt að glæpir og öryggismál verði meðal þeirra mála sem rædd verða í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram á næsta ári. Hinn 27. júlí síðastliðinn réðist maður inn í Chaumet-verslun og hafði á brott með sér skart fyrir um 2 milljónir evra. Hann var handtekinn daginn eftir og flestir gripana endurheimtir. Þremur dögum seinna réðust tveir menn vopnaðir rafbyssu og táragasi inn í Dinh Van-verslun og tóku með sér skartgripi metna á um 400 þúsund evrur. Það kemur ekki fram í frétt Guardian hvort lögregla hefur endurheimt gripina sem stolið var í Bulgari-versluninni í gær.
Frakkland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira