Búið ykkur undir grænar bólur Gísli Rafn Ólafsson skrifar 8. september 2021 12:00 Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum? Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta. Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og - „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri. Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum. En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir. Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum. Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ - og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu. Tilvalinn tímapunktur En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái. Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land. Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti - og rétti tímapunkturinn er einmitt núna! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum? Grænir innviðir eru tiltölulega nýtt hugtak og hefur því enga eina viðurkennda skilgreiningu sem hægt er að styðjast við. Grænir innviðir fela þó í sér lausnir á vandamálum sem varða umhverfi, samfélag og efnahag. Á tímum loftslagsbreytinga eru grænir innviðir nefnilega lykillinn að lausnum sem taka tillit til allra þessara þátta. Markmið með uppbyggingu slíkra innviða er að byggja upp sjálfbært samfélag um allt land og - „um allt land“ er lykilatriði. Á Íslandi býr fjárfesting í grænum innviðum til tækifæri fyrir sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik. Í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapa störf á eigin forsendum. Aukin tækni- og alþjóðavæðing hefur líka gert það að verkum að staðsetning starfa skiptir sífellt minna máli og sú þróun mun bara halda áfram. Grænir innviðir mega ekki stangast á við þróunina heldur þurfa þeir að halda í við hana. Þú átt að geta starfað í Kísildalnum en búið á Kópaskeri. Fjölbreytt störf í heilnæmu umhverfi Fyrsta skrefið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra byggðakjarna landsins og tryggja örugg fjarskipti á ferð um landið. Sú uppbygging er forsenda þess að sveitarfélög í dreifbýli nái að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem vilja búa í rólegu umhverfi, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspilltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem þú getur sinnt fjölbreyttum störfum, þökk sé góðum innviðum. En ljósleiðarinn er ekki eini græni innviðurinn sem þarf að fjárfesta í. Tryggt aðgengi að þriggja fasa umhverfisvænni raforku, óháð veðurfari og staðsetningu er einnig lykill að bæði atvinnu- og búsetuöryggi. Fjárfesta þarf í öruggara dreifikerfi sem ekki tekur marga daga eða vikur að laga eftir vetrarhörkur. Með auknum öfgum í veðurfari megum við alveg búast við tíðari stormum og innviðirnir okkar þurfa að vera undir það búnir. Við þurfum einnig að fjárfesta í skilvirkum og umhverfisvænum samgöngum með öflugri og fullfjármagnaðri samgönguáætlun þar sem almenningssamgöngur og virkir ferðamátar eru skilgreindar sem hluti af grunnneti samgangna. Sem hluti af þeirri fjárfestingu þarf að styðja við bindingu og föngun gróðurhúsalofttegunda og stórátak í orkuskiptum, sér í lagi í fiskiskipaflotanum og vöruflutningum. Að lokum þarf að fjárfesta í umhverfisvænni uppfærslu í frárennslis-, endurvinnslu- og sorpmálum um allt land í samvinnu við sveitarfélögin. Án þeirrar fjárfestingar munum við ansi fljótt missa stimpilinn „hreinasta land í heimi“ - og sá stimpill verður verðmætari með hverju árinu. Tilvalinn tímapunktur En það er auðvelt að tala um fjárfestingar í grænum innviðum, en stjórnmálamönnum virðist erfiðara að finna fjármagn til þessara mikilvægu aðgerða. Þar er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar ríkisstjórna í grænum innviðum njóta einstaklega góðra viðskiptakjara um þessar mundir, þegar vaxtastig er mjög lágt og aðgengi að fjármunum til uppbyggingar eftir heimsfaraldur er á hverju strái. Að sama skapi helst þessi uppbygging í hendur við aðrar aðgerðir í loftslagsmálum. Það þarf að innleiða efnahagslega hvata, jákvæða og neikvæða, sem ýta undir grænvæðinguna. Færa ábyrgðina þangað sem hún á heima: Láta raunverulega mengunarvalda borga og nýta þá fjármuni síðan til að byggja upp græna innviði fyrir fólk um allt land. Ef okkur er raunverulega annt um að skapa land tækifæranna og að vera ábyrg í loftslagsmálum þá er þetta algjörlega borðleggjandi fjárfesting, sem mun skila sér margfalt til baka. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé ekki aðeins borðleggjandi mál heldur nauðsynlegt, við verðum að ráðast í þessar framkvæmdir á einhverjum tímapunkti - og rétti tímapunkturinn er einmitt núna! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun