Brasilísku stjörnurnar fá ekki að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 13:00 Þessir þrír verða ekki með Liverpool um helgina. Michael Regan/Getty Images Alls verða átta brasilískir leikmenn brasilíska landsliðsins fjarverandi er enska úrvalsdeildin fer af stað á nýjan leik um helgina. Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið segir að knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu hafi virkjað reglu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem gerir það að verkum að leikmennirnir mega ekki spila með félagsliðum sínum um helgina. Eight Premier League players will be stopped from playing for their clubs this weekend after Brazilian football authorities triggered a Fifa rule to prevent them appearing.— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2021 Reglan er sú að ef leikmenn sem fá ekki leyfi til að fara í landsliðsverkefni geti verið settir í fimm daga bann eftir að landsliðsglugganum lýkur. Þar sem brasilísk yfirvöld ákváðu að virkja þessa reglu fá leikmennirnir því ekki að spila leiki með félagsliðum sínum frá 10. til 14. september. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Edersen og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Lið ensku úrvalsdeildarinnar höfðu bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á „rauðum lista.“ Þeir leikmenn hefðu þurft að missa af nokkrum leikjum við komuna aftur til Englands þar sem þeirra hefði beðið 10 daga sóttkví. Ekki nóg með að Thiago Silva og Fred missi af deildarleikjum sinna liða heldur missa þeir einnig af fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu í ár. Chelsea mætir þar Zenit St. Pétursborg á meðan Man United mætir Young Boys. Alls verða átta félög í ensku úrvalsdeildinni án leikmanna þar sem knattspyrnusambönd Mexíkó, Paragvæ og Síla hafa komið í veg fyrir að Raul Jimenez, Miguel Almirón og Francisco Sierralta spili um helgina. Það vekur hins vegar athygli að Richarlison, leikmaður Everton, sleppur við áðurnefnt bann en ástæðan er sú að hann spilaði á Ólympíuleikunum. Richarlison ætti að vera í byrjunarliði Everton er liðið mætir Burnley á mánudaginn kemur.Chris Brunskill/Getty Images Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði beðið yfirvöld í Bretlandi um að veita leikmönnum undanþágur til að félögin þyrftu ekki að bregða á það ráð að banna þeim að fara í landsliðsverkefni. Talið er að Infantino og FIFA muni halda áfram samræðum sínum við yfirvöld í Bretlandi þar sem sama vandamál mun koma upp í október og nóvember. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið segir að knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu hafi virkjað reglu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem gerir það að verkum að leikmennirnir mega ekki spila með félagsliðum sínum um helgina. Eight Premier League players will be stopped from playing for their clubs this weekend after Brazilian football authorities triggered a Fifa rule to prevent them appearing.— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2021 Reglan er sú að ef leikmenn sem fá ekki leyfi til að fara í landsliðsverkefni geti verið settir í fimm daga bann eftir að landsliðsglugganum lýkur. Þar sem brasilísk yfirvöld ákváðu að virkja þessa reglu fá leikmennirnir því ekki að spila leiki með félagsliðum sínum frá 10. til 14. september. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Edersen og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Lið ensku úrvalsdeildarinnar höfðu bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á „rauðum lista.“ Þeir leikmenn hefðu þurft að missa af nokkrum leikjum við komuna aftur til Englands þar sem þeirra hefði beðið 10 daga sóttkví. Ekki nóg með að Thiago Silva og Fred missi af deildarleikjum sinna liða heldur missa þeir einnig af fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu í ár. Chelsea mætir þar Zenit St. Pétursborg á meðan Man United mætir Young Boys. Alls verða átta félög í ensku úrvalsdeildinni án leikmanna þar sem knattspyrnusambönd Mexíkó, Paragvæ og Síla hafa komið í veg fyrir að Raul Jimenez, Miguel Almirón og Francisco Sierralta spili um helgina. Það vekur hins vegar athygli að Richarlison, leikmaður Everton, sleppur við áðurnefnt bann en ástæðan er sú að hann spilaði á Ólympíuleikunum. Richarlison ætti að vera í byrjunarliði Everton er liðið mætir Burnley á mánudaginn kemur.Chris Brunskill/Getty Images Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði beðið yfirvöld í Bretlandi um að veita leikmönnum undanþágur til að félögin þyrftu ekki að bregða á það ráð að banna þeim að fara í landsliðsverkefni. Talið er að Infantino og FIFA muni halda áfram samræðum sínum við yfirvöld í Bretlandi þar sem sama vandamál mun koma upp í október og nóvember.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01
Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30
Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn