Vilja styrkja frekar sambandið við Færeyjar Þorgils Jónsson skrifar 9. september 2021 09:57 Guðlaugur Þór Þórðarson hitti Höllu Nolsøe Poulsen, sendimanni Færeyja á Íslandi, og kynnti fyrir henni næyja skýrslu um samskipti þjóðanna. Margvísleg tækifæri eru til þess að efla tvíhliða tengsl og samstarf Íslands og Færeyja á hinum ýmsu sviðum, meðal annars hvað varðar viðskipti, heilbrigðismál og menntamál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, skipaði. Starfshópnum var falið í marsmánuði að kortleggja tvíhliða samskipti þjóðanna tveggja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla tengslin enn frekar. Lokaskýrslan var svo birt á vef utanríkisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margvíslegt samstarf sé á milli Íslands og Færeyja, bæði formlegt og óformlegt, einnig á norrænum eða vestnorrænum vettvangi. Fjölmörg sóknarfæri liggi í því að efla enn frekar tvíhliða tengsl og samstarf á milli þjóðanna, ekki síst á vettvangi efnahags-, menningar- og stjórnmála. Starfshópurinn leggur áherslu á þau svið þar sem minna hefur verið um tvíhliða samstarf og aðgerða sé þörf til að efla samvinnu. Nýtt námsefni um tengsl við Færeyjar Meðal annars skuli vinna að skilvirkari flutningsleiðum ferskvara milli landanna, auka tvíhliða markaðsstarf til að kynna löndin sem ákjósanlegan áfangastað fyrir íbúum landanna tveggja, og meta tækifæri til að auka nýtingu Færeyinga á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Þá skuli einnig útbúa „nútímalegt námsefni fyrir íslenska grunnskóla þar sem fjallað yrði um Færeyjar fyrr og nú með heildstæðum hætti og lögð áhersla á tengsl Íslands og Færeyja“ og að samstarf íslenskra og færeyskra listamanna verði aukið með því að koma á fót miðstöð skapandi greina. „Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór. Tengd skjöl Samskipti_Íslands_og_FæreyjaPDF1.8MBSækja skjal Utanríkismál Færeyjar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Starfshópnum var falið í marsmánuði að kortleggja tvíhliða samskipti þjóðanna tveggja og gera tillögur um áþreifanlegar aðgerðir eða verkefni til efla tengslin enn frekar. Lokaskýrslan var svo birt á vef utanríkisráðuneytisins í dag. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að margvíslegt samstarf sé á milli Íslands og Færeyja, bæði formlegt og óformlegt, einnig á norrænum eða vestnorrænum vettvangi. Fjölmörg sóknarfæri liggi í því að efla enn frekar tvíhliða tengsl og samstarf á milli þjóðanna, ekki síst á vettvangi efnahags-, menningar- og stjórnmála. Starfshópurinn leggur áherslu á þau svið þar sem minna hefur verið um tvíhliða samstarf og aðgerða sé þörf til að efla samvinnu. Nýtt námsefni um tengsl við Færeyjar Meðal annars skuli vinna að skilvirkari flutningsleiðum ferskvara milli landanna, auka tvíhliða markaðsstarf til að kynna löndin sem ákjósanlegan áfangastað fyrir íbúum landanna tveggja, og meta tækifæri til að auka nýtingu Færeyinga á heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Þá skuli einnig útbúa „nútímalegt námsefni fyrir íslenska grunnskóla þar sem fjallað yrði um Færeyjar fyrr og nú með heildstæðum hætti og lögð áhersla á tengsl Íslands og Færeyja“ og að samstarf íslenskra og færeyskra listamanna verði aukið með því að koma á fót miðstöð skapandi greina. „Markmið okkar er að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum,“ segir Guðlaugur Þór. Tengd skjöl Samskipti_Íslands_og_FæreyjaPDF1.8MBSækja skjal
Utanríkismál Færeyjar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira