Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2021 11:52 Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir að stjórnmálamenn hljóti og verði að átta sig á því að án blaðamennsku sé tómt mál að tala um upplýsta afstöðu og þá er lýðræðið komið út í móa. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. Það er óásættanlegt fyrir þessa þjóð að við séum eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og það ætti að vera markmið hvers stjórnmálamanns, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafaþings, að bæta úr því með öllum ráðum. Við trúum því að vilji til þess sé til staðar – nú er hins vegar kominn tími til þess að brugðist sé við,“ segir Sigríður Dögg í Samtali við Vísi. Ísland mjakast niður lista yfir fjölmiðlafrelsi milli landa Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í áskoruninni er ítrekað að fjölmiðlar séu grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og lýðræðislegra samfélaga, um það er ekki deilt. Og þá sé jafnframt óumdeilt að rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mikið á undanförnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelldar breytingar á fjölmiðlamarkaði með tilkomu erlendra efnisveitna, samfélagsmiðla og tæknirisa á borð við Facebook og Google sem soga til sín æ stærri hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú þróun orðið að færri eru tilbúnir til að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt efni vegna þess mikla framboðs sem er af fríu fréttaefni á netinu. Sigríður segir talsverða umræðu hafa skapast í samfélaginu um stöðu fjölmiðla hér á landi og því beri að fagna. „Tvennt hefur drifið þá umræðu. Annars vegar listi alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um frelsi fjölmiðla þar sem Ísland hefur færst niður í 16 sæti og fjarlægst hinar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sæti listans. Hins vegar það áróðursstríð sem stórfyrirtækið Samherji rak gegn nafngreindum fjölmiðlamönnum og miðlum.“ Nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið Sigríður Dögg segir þá umræða sem spannst um þetta hafa tvennt svipti hulunni ... „af þeim ranghugmyndum sem margir stjórnmálamenn hafa um fjölmiðla og hlutverk þeirra í lýðræðissamfélagi. Og lýsti vanþekkingu á starfsumhverfi blaðamanna og mikilvægi þeirra, sem og skilningsleysi á rekstrarumhverfi fjölmiðla.“ Að sögn formannsins er þessi herferð fyrsta skrefið sem BÍ ætlar að taka til að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu. „Markmiðið með þessari áskorun er að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar um hlutverk fjölmiðla og hve mikilvægt það er að búa svo um hnútana að hér geti þrifist öflugir, sterkir fjölmiðlar sem geta veitt aðhald. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla líkt og við bendum hér í áskoruninni.“ Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01 Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Það er óásættanlegt fyrir þessa þjóð að við séum eftirbátur hinna Norðurlandanna þegar kemur að fjölmiðlafrelsi og það ætti að vera markmið hvers stjórnmálamanns, hverrar ríkisstjórnar, hvers löggjafaþings, að bæta úr því með öllum ráðum. Við trúum því að vilji til þess sé til staðar – nú er hins vegar kominn tími til þess að brugðist sé við,“ segir Sigríður Dögg í Samtali við Vísi. Ísland mjakast niður lista yfir fjölmiðlafrelsi milli landa Blaðamannafélag Íslands hefur sent áskorun til stjórnmálaflokkana um að gera það að stefnumáli sínu að tryggja að á Íslandi fái þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Í áskoruninni er ítrekað að fjölmiðlar séu grundvöllur lýðræðislegrar umræðu og lýðræðislegra samfélaga, um það er ekki deilt. Og þá sé jafnframt óumdeilt að rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað mikið á undanförnum árum. Ástæðan er fyrst og fremst stórfelldar breytingar á fjölmiðlamarkaði með tilkomu erlendra efnisveitna, samfélagsmiðla og tæknirisa á borð við Facebook og Google sem soga til sín æ stærri hluta af auglýsingafé. Þá hefur sú þróun orðið að færri eru tilbúnir til að greiða fyrir fréttir eða fréttatengt efni vegna þess mikla framboðs sem er af fríu fréttaefni á netinu. Sigríður segir talsverða umræðu hafa skapast í samfélaginu um stöðu fjölmiðla hér á landi og því beri að fagna. „Tvennt hefur drifið þá umræðu. Annars vegar listi alþjóðasamtakanna Blaðamenn án landamæra um frelsi fjölmiðla þar sem Ísland hefur færst niður í 16 sæti og fjarlægst hinar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sæti listans. Hins vegar það áróðursstríð sem stórfyrirtækið Samherji rak gegn nafngreindum fjölmiðlamönnum og miðlum.“ Nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðið Sigríður Dögg segir þá umræða sem spannst um þetta hafa tvennt svipti hulunni ... „af þeim ranghugmyndum sem margir stjórnmálamenn hafa um fjölmiðla og hlutverk þeirra í lýðræðissamfélagi. Og lýsti vanþekkingu á starfsumhverfi blaðamanna og mikilvægi þeirra, sem og skilningsleysi á rekstrarumhverfi fjölmiðla.“ Að sögn formannsins er þessi herferð fyrsta skrefið sem BÍ ætlar að taka til að vekja athygli á mikilvægi fjölmiðla fyrir lýðræðislega umræðu. „Markmiðið með þessari áskorun er að vekja stjórnmálafólk til umhugsunar um hlutverk fjölmiðla og hve mikilvægt það er að búa svo um hnútana að hér geti þrifist öflugir, sterkir fjölmiðlar sem geta veitt aðhald. Stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla líkt og við bendum hér í áskoruninni.“
Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01 Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Hörð viðbrögð komu Sigríði í opna skjöldu Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýtekin við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands og óhætt er að segja að hún byrji með látum. Ályktun stjórnar BÍ, sem hún skrifaði undir aðeins degi eftir að hún tók við formennskunni hefur reynst afdrifaríkt. 8. maí 2021 07:01
Lækka Ísland aftur og vísa til herferðar Samherja Áfram lækkar Ísland á fjölmiðlafrelsislista Blaðamanna án landamæra og er nú í 16. sæti á lista alþjóðasamtakanna en var í því 15. á síðasta ári. 20. apríl 2021 12:24
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent