Hækka Sjálfstæðisflokkinn í 21 stig og biðjast afsökunar á mistökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. september 2021 06:34 Einkunn Sjálfstæðisflokksins hefur verið uppfærð. Ungir umhverfissinnar hafa hækkað stigafjölda Sjálfstæðisflokksins á kvarða sínum um stefnumál í umhverfismálum úr 5,3 í 21 stig af 100 mögulegum eftir að ábendingar bárust um að gögn hefðu ekki verið metin með réttum hætti. Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim. Þar segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur. Sjálfstæðismenn hefðu skilað inn ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundinum 2018 og drög að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að loknum flokksráðsfundi þann 28. ágúst síðastliðinn. „Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn). Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð. Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins,“ segir í tilkynningu Ungra umhverfissinna. Eftir að mistökin uppgötvuðust hafi matsaðilar aftur farið yfir gögnin frá Sjálfstæðisflokknum og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins. Hér má finna uppfærða einkunnatöflu. Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30 Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum segjast samtökin harma mistökin og biðja Sjálfstæðisflokkinn afsökunar á þeim. Þar segir að stjórnmálaflokkunum hafi verið tilkynnt að þau gögn sem yrðu notuð við matið væru samþykktar stefnur og landsfundarályktanir og kosningaáherslur. Sjálfstæðismenn hefðu skilað inn ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundinum 2018 og drög að ályktunum málefnanefnda sem tilkynnt var að yrðu uppfærð að loknum flokksráðsfundi þann 28. ágúst síðastliðinn. „Ofangreind gögn voru send á matsaðila eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð (líkt og með öll önnur gögn). Að flokksráðsfundi loknum, voru birtar samþykktar ályktanir málefnanefnda (áður í formi draga) af fyrrnefndum flokksráðsfundi. Uppfærð gögn voru send á matsaðila, eftir að nafn flokksins hafði verið afmáð. Þau mistök urðu að matsaðilar skildu sem svo að hér væri um að ræða uppfærslu á öllum þeim gögnum sem þeim hafði áður borist frá flokknum. Því voru einungis nýsamþykktar ályktanir málefnanefnda af flokksráðsfundi teknar með í matið, en ályktun umhverfis- og samgöngunefndar frá landsfundi flokksins árið 2018 ekki notuð til grundvallar matsins,“ segir í tilkynningu Ungra umhverfissinna. Eftir að mistökin uppgötvuðust hafi matsaðilar aftur farið yfir gögnin frá Sjálfstæðisflokknum og 15,7 stig bæst við stigafjölda flokksins. Hér má finna uppfærða einkunnatöflu.
Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30 Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45
Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. 4. september 2021 11:30
Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. 3. september 2021 14:17
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent