Þurfti að spyrna sér frá botninum eftir að hafa hætt í fótbolta: Varði mark Íslands á EM og HM Runólfur Trausti Þórhallsson og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 10. september 2021 11:01 Hannes Þór í leik gegn Englandi á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016. EPA/PETER POWELL „Þetta er saga sem hefur verið sögð nokkuð oft en auðvitað er þetta óhefðbundin leið sem ég fór, engin spurning,“ sagði Hannes Þór Halldórsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um feril sinn með íslenska landsliðinu. „Ég var náttúrulega hættur í fótbolta í gegnum öll mín unglingsár og byrjaði ekki aftur af krafti fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá setti ég mikinn kraft í þetta, þurfti í raun að spyrna mér frá botninum og setja á mig vinnuhanskana. Langaði að sjá hvert það myndi taka mig.“ „Ég eyddi mörgum stundum hér – það er rétt hjá þér – að sparka á sjálfan mig því það var engin markmannsþjálfun í Leikni Reykjavík. Þannig þegar ég var yngri var ég mikið hérna,“ sagði Hannes Þór um hinn víðsfræga vegg sem hann notaði mikið til að æfa sig í marki á sínum yngri árum. Klippa: Hannes Þór þurfti að spyrna sér frá botninum „Auðvitað gekk allt upp. Fullt af augnablikum á leiðinni sem hefðu getað farið í aðrar áttir og þá hefði ég bara hætt í fótbolta og farið að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Hlutirnir féllu með mér á lykilaugnablikum. Til dæmis þegar ég fór í KR, ef ég hefði ekki farið í KR hefði ég sennilega hætt í Fram og farið í einhverja neðri deild og smám saman flosnað upp úr fótboltanum og farið að einbeita mér að vinnunni.“ „Eins og ég segi, það gekk allt saman upp og eftir stendur 10 ára landsliðsferill þar sem eitt leiddi af öðru. Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með þennan tíma því það eru ólýsanlegar stundir sem að við höfum upplifað og þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði Hannes Þór að endingu um vegferð sína. Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Manchester City | Komast meistararnir á sigurbraut í lok árs? Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Sjá meira
„Ég var náttúrulega hættur í fótbolta í gegnum öll mín unglingsár og byrjaði ekki aftur af krafti fyrr en ég var orðinn tvítugur. Þá setti ég mikinn kraft í þetta, þurfti í raun að spyrna mér frá botninum og setja á mig vinnuhanskana. Langaði að sjá hvert það myndi taka mig.“ „Ég eyddi mörgum stundum hér – það er rétt hjá þér – að sparka á sjálfan mig því það var engin markmannsþjálfun í Leikni Reykjavík. Þannig þegar ég var yngri var ég mikið hérna,“ sagði Hannes Þór um hinn víðsfræga vegg sem hann notaði mikið til að æfa sig í marki á sínum yngri árum. Klippa: Hannes Þór þurfti að spyrna sér frá botninum „Auðvitað gekk allt upp. Fullt af augnablikum á leiðinni sem hefðu getað farið í aðrar áttir og þá hefði ég bara hætt í fótbolta og farið að vinna sem kvikmyndagerðarmaður. Hlutirnir féllu með mér á lykilaugnablikum. Til dæmis þegar ég fór í KR, ef ég hefði ekki farið í KR hefði ég sennilega hætt í Fram og farið í einhverja neðri deild og smám saman flosnað upp úr fótboltanum og farið að einbeita mér að vinnunni.“ „Eins og ég segi, það gekk allt saman upp og eftir stendur 10 ára landsliðsferill þar sem eitt leiddi af öðru. Ég er náttúrulega ótrúlega ánægður með þennan tíma því það eru ólýsanlegar stundir sem að við höfum upplifað og þetta hefur verið ævintýri líkast,“ sagði Hannes Þór að endingu um vegferð sína.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tímamót Tengdar fréttir Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Brotist inn til Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Manchester City | Komast meistararnir á sigurbraut í lok árs? Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Sjá meira
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00
Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05