Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 10:26 Guðlaugur Þór fékk 3.508 atkvæði á móti 3.326 atkvæðum Áslaugar Örnu í baráttunni um fyrsta sætið í Reykjavík. Vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Eins og fram kom á Vísi í vikunni varði Áslaug Arna tæpum níu milljónum króna í sitt prófkjör. Um fjórar milljónir fóru í starfsmannahald en 2,7 milljónir króna fóru í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur kosningaskrifstofu Áslaugar nam 1,6 milljónum króna. Rekstur kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs nam 6,4 milljónum króna og þá fóru 4,7 milljónir króna í auglýsingar og kynningarkostnað. Guðlaugur birti uppgjör framboðs síns í gær. Framlög lögaðila til framboðs Guðlaugs Þórs námu 2,8 milljónum króna en framlög einstaklinga 4,1 milljón króna. Sjálfur lagði Guðlaugur Þór 4,5 milljónir króna í framboð sitt en Áslaug ekki krónu. Hraðfrystihús Hellissands var á meðal þeirra félaga sem töldu hag sinn fólginn í því að Guðlaugur yrði í fyrsta sæti í Reykjavík. Hæstu framlögin til framboðs Guðlaugs Þórs komu frá T22 ehf, félagi í eigu hjónanna Sigþórs Einarssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lögðu til 400 þúsund krónur. Það gerði Benedikt Gísli Guðmundsson líka í gegnum félag sitt Bíla og fólk ehf.. 400 þúsund krónur er hæsta fjárhæð sem má leggja til framboða. Viggó Einar Hilmarsson og Elín Jóhannesdóttir veittu 300 þúsund krónum í framboðið í gegnum félagið Viel ehf. Þá gáfu 24 einstaklingar samanlagt 4,1 milljón króna í framboðið. Barátta Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs var virkilega hörð þar sem framboð Guðlaugs Þórs gerði athugasemdir við hegðun bróður Áslaugar sem starfaði við framboðið. Kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að engar reglur hefðu verið brotnar. Sigurræða Guðlaugs Þórs þegar sigurinn var í höfn vakti mikla athygli. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi í vikunni varði Áslaug Arna tæpum níu milljónum króna í sitt prófkjör. Um fjórar milljónir fóru í starfsmannahald en 2,7 milljónir króna fóru í auglýsingar og kynningarkostnað. Rekstur kosningaskrifstofu Áslaugar nam 1,6 milljónum króna. Rekstur kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs nam 6,4 milljónum króna og þá fóru 4,7 milljónir króna í auglýsingar og kynningarkostnað. Guðlaugur birti uppgjör framboðs síns í gær. Framlög lögaðila til framboðs Guðlaugs Þórs námu 2,8 milljónum króna en framlög einstaklinga 4,1 milljón króna. Sjálfur lagði Guðlaugur Þór 4,5 milljónir króna í framboð sitt en Áslaug ekki krónu. Hraðfrystihús Hellissands var á meðal þeirra félaga sem töldu hag sinn fólginn í því að Guðlaugur yrði í fyrsta sæti í Reykjavík. Hæstu framlögin til framboðs Guðlaugs Þórs komu frá T22 ehf, félagi í eigu hjónanna Sigþórs Einarssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur, sem lögðu til 400 þúsund krónur. Það gerði Benedikt Gísli Guðmundsson líka í gegnum félag sitt Bíla og fólk ehf.. 400 þúsund krónur er hæsta fjárhæð sem má leggja til framboða. Viggó Einar Hilmarsson og Elín Jóhannesdóttir veittu 300 þúsund krónum í framboðið í gegnum félagið Viel ehf. Þá gáfu 24 einstaklingar samanlagt 4,1 milljón króna í framboðið. Barátta Áslaugar Örnu og Guðlaugs Þórs var virkilega hörð þar sem framboð Guðlaugs Þórs gerði athugasemdir við hegðun bróður Áslaugar sem starfaði við framboðið. Kjörstjórn komst að þeirri niðurstöðu að engar reglur hefðu verið brotnar. Sigurræða Guðlaugs Þórs þegar sigurinn var í höfn vakti mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira