Hvers vegna ekki Sjálfstæðisflokk? Þór Saari skrifar 11. september 2021 15:00 Það eru margvíslegar ástæður fyrri því að almennur kjósandi ætti ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flokkurinn hafi á sínum tíma verið akkeri borgarastéttarinnar og sem slíkur nauðsynlegur í því pólitíska litrófi sem á að vera til staðar í alvöru lýðræðisríki og hann hafi einnig náð í fylgi langt út fyrir raðir þeirrar stéttar með snjöllum áróðri og taktík sem skipulögð var að Birgi Kjaran heildsala á sínum tíma, þá er hann fullkominn tímaskekkja í dag. Það daður Sjálfstæðisflokksins við almenning sem tryggði honum fylgi langt út fyrir sínar eðlilegu raðir byggðist á aðferðum, svo kölluðum hverfastjórnum eða hverfaráðum, flokkspólitískum hópum til eftirlits með borgurunum sem eiga rætur í skipulagi flokks eins í Þýskalandi á sínum tíma og hafa verið notaðar með góðum árangri æ síðan í alræðisríkjum um allan heim, allt til dagsins í dag. Það fylgi var því aldrei „eðlilegt“ því menn áttu oft atvinnu sína og lífsbjörg undir því að styðja flokkinn. Hinn svo kallaði verkalýðsarmur flokksins var svo notaður í þágu flokksins, það er flokkseigendafélagsins, eins og hægt var, í stað þess að vera í þágu almenns launafólks. Það var óttinn við byltingu sem gerði það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn var með í (með semingi þó) að innleiða ýmsar samfélags úrbætur en um leið og óttinn við kommúnismann hvarf með falli Berlínarmúrsins var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna. Það var grafið skipulega undan heilbrigðiskerfinu sem hefur leitt til þess að í dag er það ekki að veita nauðsynlega þjónustu. Húsnæðiskerfið sem var hér við lýði var eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða sem skaffaði fólki með lágar tekjur mjög góðar íbúðir til leigu eða eignar. Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi. Varla þarf að minnast á þátt Sjálfstæðisflokksins í Hruninu 2008 en flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum. Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland. Það alvarlega er að þessi vegferð mun ekki hætta. Núverandi Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg, því græðgi af þessum skala er óseðjandi. Áframhaldandi stjórnarfar með Sjálfstæðisflokkinn við völd mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn og fyrir atvinnulífið (smærri fyrirtækin) og skila sér í fullkomlega einkavinavæddu samfélagi þar sem menntun, heilbrigðisþjónusta, vegir og hvaðeina, verður aðeins á færi auðugs fólks. Það er óhjákvæmilegt. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur með siðleg borgaraleg gildi að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Það eru margvíslegar ástæður fyrri því að almennur kjósandi ætti ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þótt flokkurinn hafi á sínum tíma verið akkeri borgarastéttarinnar og sem slíkur nauðsynlegur í því pólitíska litrófi sem á að vera til staðar í alvöru lýðræðisríki og hann hafi einnig náð í fylgi langt út fyrir raðir þeirrar stéttar með snjöllum áróðri og taktík sem skipulögð var að Birgi Kjaran heildsala á sínum tíma, þá er hann fullkominn tímaskekkja í dag. Það daður Sjálfstæðisflokksins við almenning sem tryggði honum fylgi langt út fyrir sínar eðlilegu raðir byggðist á aðferðum, svo kölluðum hverfastjórnum eða hverfaráðum, flokkspólitískum hópum til eftirlits með borgurunum sem eiga rætur í skipulagi flokks eins í Þýskalandi á sínum tíma og hafa verið notaðar með góðum árangri æ síðan í alræðisríkjum um allan heim, allt til dagsins í dag. Það fylgi var því aldrei „eðlilegt“ því menn áttu oft atvinnu sína og lífsbjörg undir því að styðja flokkinn. Hinn svo kallaði verkalýðsarmur flokksins var svo notaður í þágu flokksins, það er flokkseigendafélagsins, eins og hægt var, í stað þess að vera í þágu almenns launafólks. Það var óttinn við byltingu sem gerði það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn var með í (með semingi þó) að innleiða ýmsar samfélags úrbætur en um leið og óttinn við kommúnismann hvarf með falli Berlínarmúrsins var hann ekki lengi að snúa við blaðinu. Með valdatöku Davíðs Oddsonar í Sjálfstæðisflokknum og klíkunnar í kringum hann, verður kúvending í stefnu flokksins og þótt það gerðist ekki á einni nóttu þá hrintu þeir félagar and-samfélagslegum aðgerðum í framkvæmd yfir tímabil sem best verður lýst sem einhverju mesta samfélagslega hnignunarskeiði landsins, þótt efnahagur sumra, aðallega auðmanna og klíkubræðra, hafi batnað til muna. Það var grafið skipulega undan heilbrigðiskerfinu sem hefur leitt til þess að í dag er það ekki að veita nauðsynlega þjónustu. Húsnæðiskerfið sem var hér við lýði var eyðilagt með niðurlagningu kerfis verkamannabústaða sem skaffaði fólki með lágar tekjur mjög góðar íbúðir til leigu eða eignar. Helsta lífsbjörg landsbyggðarinnar, fiskurinn í sjónum utan við landsteinana, var fyrst kvótasettur, og svo einkavinavæddur með óhefta framsalinu. Mikilvægir innviðir svo sem símaþjónusta, var einkavinavædd og er nú mest öll í erlendri eigu. Jarðnæði landsins hefur í stórum stíl verið selt úr landi til erlendra auðmanna þannig að íslendingar eiga ekki lengur sjálfir umtalsverðan hluta af „eigin“ landi, sem er fáheyrt í sögu þjóðríkja. „Erlendir fjárfestingasjóðir“ sem enginn veit hver á, en er líklega falið Tortólafé, hafa eignast mikið af íbúðarhúsnæði og halda uppi háu húsnæðisverði og viðskiptalífið almennt starfar orðið að stórum hluta í fákeppnisumhverfi með tilheyrandi okur verðlagningu. Nýlega birt grein um bílatryggingar sem eru 100% dýrari hér á landi heldur en í nágrannalöndunum, er eitt slíkt dæmi. Varla þarf að minnast á þátt Sjálfstæðisflokksins í Hruninu 2008 en flokkurinn var ekki bara gerandi að því „regluverki“ sem gerði það að verki að Ísland varð gjaldþrota á heimsmælikvarða, heldur hrinti Sjálfstæðisflokkurinn því regluverki í framkvæmd, sem meðal annars gerði það að verki að um 15.000 fjölskyldur misstu allt sitt. Við skulum því ekki tala um Sjálfstæðisflokkinn og tausta efnahagsstjórn í sömu andránni heldur um Sjálfstæðisflokkinn og hættulega efnahagsstjórn sem byggir á braskvæðingu samfélagsins í þágu fárra auðmanna tengdum flokknum. Stofnanir stjórnsýslunnar hafa verið flokksvæddar Sjálfstæðisflokknum og flokkskírteini metin meira en fagþekking við ráðningar og hið mikilvæga skref í réttarúrbótum, Landsréttur, var eyðilagður í fæðingu af dómsmálaráðherra flokksins. Þetta er arfleifð flokksins, markaðsbúskapurinn sem átti að skila svo miklu (og getur gert það við réttar aðstæður) er einhvers konar lélegur brandari, mikilvægustu þarfir fólks svo sem þak yfir höfðuðið hefur verið fullkomlega braskvætt og sjálft dómskerfið hefur verið stórskaðað og er orðið allt að því ónothæft, sem setur stórt spurningamerki við hugmyndina um réttarríkið Ísland. Það alvarlega er að þessi vegferð mun ekki hætta. Núverandi Garðarbæjarklíka sem stjórnar flokknum og graðkar fé í vasa vina og ættmenna fær aldrei nóg, því græðgi af þessum skala er óseðjandi. Áframhaldandi stjórnarfar með Sjálfstæðisflokkinn við völd mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir landsmenn og fyrir atvinnulífið (smærri fyrirtækin) og skila sér í fullkomlega einkavinavæddu samfélagi þar sem menntun, heilbrigðisþjónusta, vegir og hvaðeina, verður aðeins á færi auðugs fólks. Það er óhjákvæmilegt. Þess vegna verður að gefa þessum flokki frí frá stjórnartaumunum í langan tíma, leyfa honum að sleikja sár sín og vona að hann rísi aftur með siðleg borgaraleg gildi að leiðarljósi í stað klíkuskapar og græðgi. Ágæti kjósandi, hugsaðu málið vel. Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki góð hugmynd. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar