Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 14:22 Davíð Helgason hyggst nýta auðæfi sín í að fjárfesta í loftslagslausnum. Aðsend Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16
Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent