Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 16:03 Lee, sem er til hægri á myndinni með gráa grímu, hefur verið ákærður fyrir að ógna þjóðaröryggi en hann afplánar nú annan fangelsisdóm. EPA-EFE/JEROME FAVRE Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. Lögreglan í Hong Kong hefur undanfarið handtekið og ákært fjölda stjórnarandstæðinga fyrir brot á nýlegum þjóðaröryggislögum. Þar á meðal eru forsprakkar LýðræðishreyfingarinnarThe Hong Kong Alliance in Support of Patriotic Democratic Movements in China. Formaður hreyfingarinnar Lee Cheuk-yan og varaformennirnir tveir Albert Ho og Chow Hang-tung voru í gærkvöldi ákærð fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og grafið undan yfirvaldinu, samkvæmt öryggislögum sem tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Málið var tekið fyrir af dómstólum í morgun en Lee og Ho afplána nú dóm fyrir þátt þeirra í mótmælunum árið 2019. Chow og fjórir til viðbótar voru handteknir fyrr í þessari viku fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar í yfirstandandi rannsókn. Lögreglan framkvæmdi í gær húsleit á Fjórða júní safninu, sem samtökin halda úti til minningar um atburðina á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989. Safnið hefur verið lokað um nokkurt skeið en lögreglan lagði þar hald á tölvur, ýmis skjöl og auglýsingaefni. Þá hefur lögreglan fryst eignir samtakanna sem nema 280 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 36 milljónum króna. Samtökin eru þekktust fyrir að skipuleggja árlega minningarathöfn um atburðina á Torgi hins himneska friðar. Árlega söfnuðust þúsundir saman til að minnast atburðina, fyrir utan síðustu tvö ár en minningarathöfnin hefur verið bönnuð í Hong Kong síðan í fyrra. Stjórnvöld hafa borið fyrir sig samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur telja skilaboð athafnarinnar orsökina. Eins og áður segir hafa stjórnvöld herjað á stjórnarandstæðinga undanfarin tvö ár, allt frá því að fjöldamótmæli sem stóðu yfir í marga mánuði hófust sumarið 2019. Tugir stjórnarandstæðinga hafa flúið Hong Kong og enn fleiri verið handteknir og fangelsaðir. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong hefur undanfarið handtekið og ákært fjölda stjórnarandstæðinga fyrir brot á nýlegum þjóðaröryggislögum. Þar á meðal eru forsprakkar LýðræðishreyfingarinnarThe Hong Kong Alliance in Support of Patriotic Democratic Movements in China. Formaður hreyfingarinnar Lee Cheuk-yan og varaformennirnir tveir Albert Ho og Chow Hang-tung voru í gærkvöldi ákærð fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og grafið undan yfirvaldinu, samkvæmt öryggislögum sem tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Málið var tekið fyrir af dómstólum í morgun en Lee og Ho afplána nú dóm fyrir þátt þeirra í mótmælunum árið 2019. Chow og fjórir til viðbótar voru handteknir fyrr í þessari viku fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar í yfirstandandi rannsókn. Lögreglan framkvæmdi í gær húsleit á Fjórða júní safninu, sem samtökin halda úti til minningar um atburðina á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989. Safnið hefur verið lokað um nokkurt skeið en lögreglan lagði þar hald á tölvur, ýmis skjöl og auglýsingaefni. Þá hefur lögreglan fryst eignir samtakanna sem nema 280 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 36 milljónum króna. Samtökin eru þekktust fyrir að skipuleggja árlega minningarathöfn um atburðina á Torgi hins himneska friðar. Árlega söfnuðust þúsundir saman til að minnast atburðina, fyrir utan síðustu tvö ár en minningarathöfnin hefur verið bönnuð í Hong Kong síðan í fyrra. Stjórnvöld hafa borið fyrir sig samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur telja skilaboð athafnarinnar orsökina. Eins og áður segir hafa stjórnvöld herjað á stjórnarandstæðinga undanfarin tvö ár, allt frá því að fjöldamótmæli sem stóðu yfir í marga mánuði hófust sumarið 2019. Tugir stjórnarandstæðinga hafa flúið Hong Kong og enn fleiri verið handteknir og fangelsaðir.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34
Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24
Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24