Samfylkingin og ASÍ eiga samleið Kjartan Valgarðsson skrifar 10. september 2021 17:30 Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til. Það er nóg til. ASÍ kynnti skýrslu sína um skatta og ójöfnuð sl. þriðjudag. Samfylkingin hefur sett fram tillögu um nýjan stóreignaskatt, 1,5% á nettó eignir umfram 200 makr. Skatturinn mun skila um 10-14 makr sem við ætlum að nota m.a. til að hækka barnabætur, sem byrja þá ekki að skerðast fyrr en frá og með meðallaunum. Við ætlum að greiða barnabæturnar út mánaðarlega. Margir þekkja til einstæðra foreldra sem vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnudag til að ná endum saman. Í sumum tilfellum myndu hækkaðar barnabætur vera jafnháar og útborguð laun fyrir aukavinnuna, sem gerði þá foreldrunum kleift að verja meiri tíma með börnunum. Betri aðstæður barnafjölskyldna koma sér vel fyrir heimili, atvinnulíf, skóla og heilbrigði. Þar er allt að vinna. Skýrsla ASÍ sýnir að það er hægt að ná fram meiri jöfnuði með breytingum á skattkerfinu, með stóreignaskatti, hækkuðu veiðileyfagjaldi, lokun á skattaglufum og -sniðgöngu og betra skatteftirliti. Sjálfstæðismenn tala alltaf um skattalækkanir fyrir kosningar. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri í þessu uppáhaldsstefnumáli sínu, en bara fyrir efnaðasta fólk landsins. ASÍ skýrslan sýnir hvernig skattgreiðslur fóru lækkandi hjá hinum allra ríkustu eftir að auðlegðarskattur Jóhönnustjórnarinnar var afnuminn, en hann jafnaði skattbyrðina þannig að þau ríkustu greiddu aukinn hlut til samneyslunnar. Samfylkingin berst fyrir launafólk og verkalýðshreyfinguna. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sitt fólk, þá sem mest bera úr býtum. Samtök atvinnulífsins eru þeirra bandamenn. Stefna og áherslur jafnaðarmanna, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir þessar kosningar er það sem kosningabaráttan snýst um. Jafnaðarmenn stýra dagskránni vegna þess að fólkinu í landinu finnst stefna okkar vera þess eigin stefna. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Kjaramál Kjartan Valgarðsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin berjast í þessari kosningabaráttu fyrir því að bæta kjör fólks og hafa komið því rækilega á dagskrá. Samfylkingin hefur sett kjör fjölskyldunnar og barnafólks í forgang og Alþýðusamband Íslands hefur verið áberandi með skilaboð sín um að það sé nóg til. Það er nóg til. ASÍ kynnti skýrslu sína um skatta og ójöfnuð sl. þriðjudag. Samfylkingin hefur sett fram tillögu um nýjan stóreignaskatt, 1,5% á nettó eignir umfram 200 makr. Skatturinn mun skila um 10-14 makr sem við ætlum að nota m.a. til að hækka barnabætur, sem byrja þá ekki að skerðast fyrr en frá og með meðallaunum. Við ætlum að greiða barnabæturnar út mánaðarlega. Margir þekkja til einstæðra foreldra sem vinna aukavinnu eftir venjulegan vinnudag til að ná endum saman. Í sumum tilfellum myndu hækkaðar barnabætur vera jafnháar og útborguð laun fyrir aukavinnuna, sem gerði þá foreldrunum kleift að verja meiri tíma með börnunum. Betri aðstæður barnafjölskyldna koma sér vel fyrir heimili, atvinnulíf, skóla og heilbrigði. Þar er allt að vinna. Skýrsla ASÍ sýnir að það er hægt að ná fram meiri jöfnuði með breytingum á skattkerfinu, með stóreignaskatti, hækkuðu veiðileyfagjaldi, lokun á skattaglufum og -sniðgöngu og betra skatteftirliti. Sjálfstæðismenn tala alltaf um skattalækkanir fyrir kosningar. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð góðum árangri í þessu uppáhaldsstefnumáli sínu, en bara fyrir efnaðasta fólk landsins. ASÍ skýrslan sýnir hvernig skattgreiðslur fóru lækkandi hjá hinum allra ríkustu eftir að auðlegðarskattur Jóhönnustjórnarinnar var afnuminn, en hann jafnaði skattbyrðina þannig að þau ríkustu greiddu aukinn hlut til samneyslunnar. Samfylkingin berst fyrir launafólk og verkalýðshreyfinguna. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sitt fólk, þá sem mest bera úr býtum. Samtök atvinnulífsins eru þeirra bandamenn. Stefna og áherslur jafnaðarmanna, innan og utan verkalýðshreyfingarinnar, fyrir þessar kosningar er það sem kosningabaráttan snýst um. Jafnaðarmenn stýra dagskránni vegna þess að fólkinu í landinu finnst stefna okkar vera þess eigin stefna. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun