Frumkvöðlalaun - fyrir framtíðina Geir Sigurður Jónsson skrifar 10. september 2021 17:30 Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Af hverju er ekki hægt að aðstoða framsækið fólk með smáskömmtum á upphafsstigum verkefna og leyfa frumkvöðlum að finna sig á viðeigandi hraða? Lærum af mistökunum - aftur og aftur Frumkvöðlar eru eins og lítil börn sem verða að fá að reyna að standa upp aftur og aftur og aftur áður en ætlunarverkið loksins tekst. Þetta er algert grundvallaratriði í þróunarstarfsemi, mistök eru oft verðmætasta reynslan sem hver frumkvöðull byggir upp. Frumkvöðullinn verður að fá að prófa hlutina og þroskast með stuðningi þeirra sem hafa áður gengið götuna til enda. Frumkvöðlalaun (sbr. listamannalaun) Listamannalaun eru grundvöllur fyrir mörgum þáttum í blómlegu menningarlífi okkar. Þar borgum við listamönnum til að auðga menningarlífið, gera tilraunir og vinna að listsköpun sem auðgar líf okkar allra. Þar eru ekki allar afurðir fullkomnar, en listamennirnir þroskast, gera betur næst en í einhverjum tilfellum enda tilraunir á stórvirki. Af hverju leyfum við frumkvöðlum ekki að ganga í gegnum sama þroskaferli? Í núverandi umhverfi, verða léttvæg mistök eða óvæntar beygjur í upphafsferlinu til þess að frumkvöðlar neyðast til að fara að „vinna“ aftur - hætta við frábæra hugmyndina sem fæddist ekki nægjanlega fullmótuð daginn sem við settumst niður á kaffihús til að ræða hana. Frumkvöðlalaun myndu hleypa súrefni inn í íslenskt frumkvöðlasamfélag og hvetja ungt fólk til dáða í að virkja eigin sköpunarkraft til að leggja grunn að framtíðar atvinnuvegum Íslands. Höfundur er forritari og frumkvöðull og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Af hverju er ekki hægt að aðstoða framsækið fólk með smáskömmtum á upphafsstigum verkefna og leyfa frumkvöðlum að finna sig á viðeigandi hraða? Lærum af mistökunum - aftur og aftur Frumkvöðlar eru eins og lítil börn sem verða að fá að reyna að standa upp aftur og aftur og aftur áður en ætlunarverkið loksins tekst. Þetta er algert grundvallaratriði í þróunarstarfsemi, mistök eru oft verðmætasta reynslan sem hver frumkvöðull byggir upp. Frumkvöðullinn verður að fá að prófa hlutina og þroskast með stuðningi þeirra sem hafa áður gengið götuna til enda. Frumkvöðlalaun (sbr. listamannalaun) Listamannalaun eru grundvöllur fyrir mörgum þáttum í blómlegu menningarlífi okkar. Þar borgum við listamönnum til að auðga menningarlífið, gera tilraunir og vinna að listsköpun sem auðgar líf okkar allra. Þar eru ekki allar afurðir fullkomnar, en listamennirnir þroskast, gera betur næst en í einhverjum tilfellum enda tilraunir á stórvirki. Af hverju leyfum við frumkvöðlum ekki að ganga í gegnum sama þroskaferli? Í núverandi umhverfi, verða léttvæg mistök eða óvæntar beygjur í upphafsferlinu til þess að frumkvöðlar neyðast til að fara að „vinna“ aftur - hætta við frábæra hugmyndina sem fæddist ekki nægjanlega fullmótuð daginn sem við settumst niður á kaffihús til að ræða hana. Frumkvöðlalaun myndu hleypa súrefni inn í íslenskt frumkvöðlasamfélag og hvetja ungt fólk til dáða í að virkja eigin sköpunarkraft til að leggja grunn að framtíðar atvinnuvegum Íslands. Höfundur er forritari og frumkvöðull og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun