Lið West Ham tapaði í fyrstu umferðinni en mistókst að komast á beinu brautina í dag eftir að hafa misst forystu niður í jafntefli í uppbótartíma. Adriana Leon kom West Ham yfir á 8. mínútu leiksins en það var svo Remi Allen sem skoraði í uppbótartíma fyrir Aston Villa og niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Dagný byrjaði á miðjunni og spilaði allan leikinn. Hún komst nokkrum sinnum í góð færi en inn vildi boltinn ekki. Hún átti til að mynda skalla á 56. mínútu sem Hannah Hampton, markvörður Aston Villa varði vel.
How has that not gone in!
— West Ham United Women (@westhamwomen) September 11, 2021
Brynjarsdottir drives in at the back post and heads towards goal, but Hampton does well to keep the effort out! #WHUAVL 1-0 (56) pic.twitter.com/a2MpDzVsPb
West ham er með eitt stig eftir tvo leiki í WSL deildinni. Næsti leikur liðsins er gegn Leicester City þann 26. september.