Þægilegur sigur Bayern á Leipzig Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 21:29 Manuel Neuer stóð í marki Bayern Munchen EPA-EFE/FILIP SINGER RB Leipzig fékk stórlið Bayern Munchen í heimsókn í þýsku Bundesligunni í kvöld Leipzig hafði verið í einhverjum vandræðum fyrir þennan leik og höfðu einungis náð í fjögur stig í fyrstu leikjum tímabilsins. Bayern hafði í þessum sömu þremur leikjum sótt sjö stig. Fyrirfram var þó búist við nokkuð öruggum sigri Bæjara. Það kom líka á daginn en Bayern Munchen vann 1-4 útisigur í leik sem varð aldrei spennandi. Það var Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tólf mínútna leik. Leikmaður Leipzig handlék knöttinn klaufalega inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Lewandowski, sem margir gætu kallað besta framherja heims, átti ekki í miklum vandræðum með að skora og sendi markvörðinn, Peter Gulasci, í vitlaust horn. 4:1 win in Leipzig! MIA SAN MIA! Our player of the match: @JamalMusiala #RBLFCB #FCBayern #Bambi #esmuellert #Bundesliga pic.twitter.com/QKRYIjBrK9— Thomas Müller (@esmuellert_) September 11, 2021 Á 47. mínútu skoraði Jamal Musiala með fínu skoti af stuttu færi eftir ágætan undirbúning frá Alphonso Davies. Það var svo Musiala sem lagði upp næsta mark fyrir Leroy Sane. Frábært spil sem endaði með því að Sane þurfti næstum ekkert að hafa fyrir því að moka boltanum yfir línuna. Konrad Laimer lagaði stöðuna með stórglæsilegu marki á 58. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Eric Choupo-Moting skoraði svo fjórða mark Bayern Munchen í uppbótartíma. Bayern komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar á eftir Wolfsburg sem er með tólf stig. Þýski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Leipzig hafði verið í einhverjum vandræðum fyrir þennan leik og höfðu einungis náð í fjögur stig í fyrstu leikjum tímabilsins. Bayern hafði í þessum sömu þremur leikjum sótt sjö stig. Fyrirfram var þó búist við nokkuð öruggum sigri Bæjara. Það kom líka á daginn en Bayern Munchen vann 1-4 útisigur í leik sem varð aldrei spennandi. Það var Robert Lewandowski sem skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir tólf mínútna leik. Leikmaður Leipzig handlék knöttinn klaufalega inni í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Lewandowski, sem margir gætu kallað besta framherja heims, átti ekki í miklum vandræðum með að skora og sendi markvörðinn, Peter Gulasci, í vitlaust horn. 4:1 win in Leipzig! MIA SAN MIA! Our player of the match: @JamalMusiala #RBLFCB #FCBayern #Bambi #esmuellert #Bundesliga pic.twitter.com/QKRYIjBrK9— Thomas Müller (@esmuellert_) September 11, 2021 Á 47. mínútu skoraði Jamal Musiala með fínu skoti af stuttu færi eftir ágætan undirbúning frá Alphonso Davies. Það var svo Musiala sem lagði upp næsta mark fyrir Leroy Sane. Frábært spil sem endaði með því að Sane þurfti næstum ekkert að hafa fyrir því að moka boltanum yfir línuna. Konrad Laimer lagaði stöðuna með stórglæsilegu marki á 58. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Eric Choupo-Moting skoraði svo fjórða mark Bayern Munchen í uppbótartíma. Bayern komið með tíu stig í öðru sæti deildarinnar á eftir Wolfsburg sem er með tólf stig.
Þýski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira