Fólk hvatt til að huga að lausamunum Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 08:54 Von er á sterkum vindhviðum víða um land í dag. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn. Um er að ræða leifar fellibyljarins Larrys sem fór yfir Karíbahafseyjar í byrjun mánaðar og norður austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Í tilkynningu frá Veðurvaktinni, sem heldur úti Blika.is, segir að von sé á áðurnefndum hviðum frá hádegi á norðanverðu Snæfellsnesi. Um þrjú leytið megi búast við þeim við Hafnarfjall, á Kjalarnesi og í Hvalfirði. Vindurinn eigi að vera í hámarki milli sex og miðnættis. Þar að auki megi búast við úrhellisrigningu á Reykjanesbrautinni. Á vef Veðurstofu Íslands segir að fólk ætti að ganga frá munum sem geti fokið. Þá segir þar einnig að vindurinn verði hvað mestur við fjöll og hann geti verið varasamur og þá sérstaklega fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Sjá einnig: Gul viðvörun í gildi víða næstu daga Þá megi búast mikilli rigningu og vatnavöxtum í ám og lækjum. Einnig verði aukin hætta á skriðuföllum og grjótshruni. Fyrsti í trampolíni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í morgun Facebookfærslu þar sem spurt er hvort sá fyrsti í trampolíni sé í dag. Lögreglan mæli með því að lausir munir utandyra séu tryggðir fyrir leiðindaveðrið í kvöld. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á þriðjudag: Sunnan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á NA-landi. Á miðvikudag: Suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart NA- og A-lands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Suðaustanátt og víða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 10 til 16 stig. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og skúrir, en úrkomuminna á Norðaustanverðu landinu. Á laugardag: Útlit fyrir breytilega átt og lítilsháttar skúrir. Heldur kólnandi veður. Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Um er að ræða leifar fellibyljarins Larrys sem fór yfir Karíbahafseyjar í byrjun mánaðar og norður austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Í tilkynningu frá Veðurvaktinni, sem heldur úti Blika.is, segir að von sé á áðurnefndum hviðum frá hádegi á norðanverðu Snæfellsnesi. Um þrjú leytið megi búast við þeim við Hafnarfjall, á Kjalarnesi og í Hvalfirði. Vindurinn eigi að vera í hámarki milli sex og miðnættis. Þar að auki megi búast við úrhellisrigningu á Reykjanesbrautinni. Á vef Veðurstofu Íslands segir að fólk ætti að ganga frá munum sem geti fokið. Þá segir þar einnig að vindurinn verði hvað mestur við fjöll og hann geti verið varasamur og þá sérstaklega fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Sjá einnig: Gul viðvörun í gildi víða næstu daga Þá megi búast mikilli rigningu og vatnavöxtum í ám og lækjum. Einnig verði aukin hætta á skriðuföllum og grjótshruni. Fyrsti í trampolíni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í morgun Facebookfærslu þar sem spurt er hvort sá fyrsti í trampolíni sé í dag. Lögreglan mæli með því að lausir munir utandyra séu tryggðir fyrir leiðindaveðrið í kvöld. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á þriðjudag: Sunnan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á NA-landi. Á miðvikudag: Suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart NA- og A-lands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Suðaustanátt og víða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 10 til 16 stig. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og skúrir, en úrkomuminna á Norðaustanverðu landinu. Á laugardag: Útlit fyrir breytilega átt og lítilsháttar skúrir. Heldur kólnandi veður.
Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira