Starfsmenn Marels „ganga“ í kringum jörðina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2021 13:04 Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum, sem er mjög stolt og ánægð með verkefni Marels Magnús Hlynur Hreiðarsson Tæplega sjö þúsund starfsmenn Marels í þrjátíu löndum eru nú að „ganga“, sem svarar hringnum í kringum jörðina í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir alþjóðaverkefni Rauða krossins. Sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið stórkostlegt. Verkefnið hjá Marel hófst á mánudaginn og stendur til mánudagsins 20. september. Á þeim tíma ætla 6.800 starfsmenn Marels í þessum 30 löndum að stunda allskonar hreyfingu og safna í leiðinni áheitum. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn og fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið frábært en það kallast „Move the Globe.“ „Þau safna kílómetrum, þau geta hlaupið og þau geta meira að segja kafað og safnað kílómetrum í gegnum Strava og þannig er haldið utan um það, þau safna áheitum með þessu og allir geta verið með. Þetta er mjög flott framtak hjá Marel að gera þetta með þessum hætti, virkja starfsmennina til að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Björg. Allur ágóði af þeim áheitum, sem starfsfólk Marels safnar rennur beint til Rauða krossins vegna verkefnis í norður Brasilíu.Aðsend En í hvað fara peningarnir, sem safnast? „Þeir fara í verkefni í norður Brasilíu, sem Alþjóðaráð Rauða krossins skipuleggur en það snýst um það að vinna vatnsbólið fyrir flóttafólk frá Venezuela en þau eru að flýja átök í heimalandinu og streyma yfir landamærin. Það er verið að byggja mannsæmandi aðstæður fyrir það fólk, sem þarf að flýja úr heimalandinu í norður Brasilíu og Marel ákveður að styðja það með þessum myndarlega hætti.“ Björg segir framtak Marels til svo mikillar fyrirmyndar að hún hvetur önnur fyrirtækið til að gera eitthvað svipað. „Já, það væri svo ánægjulegt ef að fleiri fyrirtæki myndu feta í fótspor Marels og gera eitthvað með þessum hætti, hvetja starfsmenn sína til að hreyfa sig og safna áheitum“. 6.800 starfsmenn Marels í 30 löndum taka þátt í verkefninu.Aðsend Samfélagsleg ábyrgð Suður-Afríka Hjálparstarf Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Eldur í Sorpu á Granda Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Skortir lækna í Breiðholti Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Verkefnið hjá Marel hófst á mánudaginn og stendur til mánudagsins 20. september. Á þeim tíma ætla 6.800 starfsmenn Marels í þessum 30 löndum að stunda allskonar hreyfingu og safna í leiðinni áheitum. Öll hreyfing starfsfólks milli staða telst saman í eitt sameiginlegt ferðalag í kringum hnöttinn og fyrir hvern hring sem starfsmenn ganga gefur Marel 50.000 evrur, eða rúmlega 7.5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum segir verkefnið frábært en það kallast „Move the Globe.“ „Þau safna kílómetrum, þau geta hlaupið og þau geta meira að segja kafað og safnað kílómetrum í gegnum Strava og þannig er haldið utan um það, þau safna áheitum með þessu og allir geta verið með. Þetta er mjög flott framtak hjá Marel að gera þetta með þessum hætti, virkja starfsmennina til að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Björg. Allur ágóði af þeim áheitum, sem starfsfólk Marels safnar rennur beint til Rauða krossins vegna verkefnis í norður Brasilíu.Aðsend En í hvað fara peningarnir, sem safnast? „Þeir fara í verkefni í norður Brasilíu, sem Alþjóðaráð Rauða krossins skipuleggur en það snýst um það að vinna vatnsbólið fyrir flóttafólk frá Venezuela en þau eru að flýja átök í heimalandinu og streyma yfir landamærin. Það er verið að byggja mannsæmandi aðstæður fyrir það fólk, sem þarf að flýja úr heimalandinu í norður Brasilíu og Marel ákveður að styðja það með þessum myndarlega hætti.“ Björg segir framtak Marels til svo mikillar fyrirmyndar að hún hvetur önnur fyrirtækið til að gera eitthvað svipað. „Já, það væri svo ánægjulegt ef að fleiri fyrirtæki myndu feta í fótspor Marels og gera eitthvað með þessum hætti, hvetja starfsmenn sína til að hreyfa sig og safna áheitum“. 6.800 starfsmenn Marels í 30 löndum taka þátt í verkefninu.Aðsend
Samfélagsleg ábyrgð Suður-Afríka Hjálparstarf Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Eldur í Sorpu á Granda Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Skortir lækna í Breiðholti Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira